Hún SKAL grýtt í hel Óli Tynes skrifar 12. ágúst 2010 18:00 Sakine Ashtiani er 43 ára gömul ekkja og tveggja barna móðir. Hún var árið 2006 dæmd til að vera húðstrýkt fyrir að hafa stundað kynlíf utan hjónabands með tveim karlmönnum. Hún var dæmd til að vera pískuð 99 högg. Síðar það ár var hún einnig sakfelld fyrir framhjáhald og dæmd til dauða. Hún hafði þá dregið fyrri játningu til baka og sagðist hafa verið þvinguð til hennar. Samkvæmt dóminum skyldi hún engu að síður grýtt í hel. Morðákæra Eftir hávær mótmæli alþjóða samfélagsins afléttu Íranar dauðadóminum í síðasta mánuði en þó aðeins tímabundið. Fyrr í þessum mánuði var svo tilkynnt að Ashtiani hefði einnig verið ákærð fyrir morð á eiginmanni sínum. Því hafði ekki verið haldið fram áður að eiginmaðurinn hefði yfirleitt verið myrtur. Í gær var svo birt myndband í Íranska sjónvarpinu sem á að vera til sönnunar um játningu hennar. Konan á myndbandinu er óþekkjanleg þar sem andlit hennar er falið. Rödd hennar heyrist ekki heldur þar sem það er önnur kona sem talar fyrir hana. Drepum manninn þinn Konan segir að hún hafi náð símsambandi við mann árið 2005. Hann hafi gabbað sig með máli sínu. Hann hafi sagt; „Drepum manninn þinn. Ég gat ekki trúað því að það ætti að drepa manninn minn. Ég hélt að hann væri að grínast. Seinna komst ég að því að það var atvinna hans að drepa fólk." Síðar í játningunni segir konan að þessi ónafngreindi maður hafi komið á heimili hennar með raftæki, víra og hanska. Hann hafi tengt vírana við mann hennar og drepið hann með raflosti meðan hún horfði á. Lögfræðingurinn flúinn Í játningunni gagnrýnir þessi kona einnig lögmann sinn fyrir að gera mál hennar opinbert og vekja alþjóðlega athygli á því. Lögmaðurinn hefur þegar flúið land og beðið um hæli í Noregi. Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Sjá meira
Sakine Ashtiani er 43 ára gömul ekkja og tveggja barna móðir. Hún var árið 2006 dæmd til að vera húðstrýkt fyrir að hafa stundað kynlíf utan hjónabands með tveim karlmönnum. Hún var dæmd til að vera pískuð 99 högg. Síðar það ár var hún einnig sakfelld fyrir framhjáhald og dæmd til dauða. Hún hafði þá dregið fyrri játningu til baka og sagðist hafa verið þvinguð til hennar. Samkvæmt dóminum skyldi hún engu að síður grýtt í hel. Morðákæra Eftir hávær mótmæli alþjóða samfélagsins afléttu Íranar dauðadóminum í síðasta mánuði en þó aðeins tímabundið. Fyrr í þessum mánuði var svo tilkynnt að Ashtiani hefði einnig verið ákærð fyrir morð á eiginmanni sínum. Því hafði ekki verið haldið fram áður að eiginmaðurinn hefði yfirleitt verið myrtur. Í gær var svo birt myndband í Íranska sjónvarpinu sem á að vera til sönnunar um játningu hennar. Konan á myndbandinu er óþekkjanleg þar sem andlit hennar er falið. Rödd hennar heyrist ekki heldur þar sem það er önnur kona sem talar fyrir hana. Drepum manninn þinn Konan segir að hún hafi náð símsambandi við mann árið 2005. Hann hafi gabbað sig með máli sínu. Hann hafi sagt; „Drepum manninn þinn. Ég gat ekki trúað því að það ætti að drepa manninn minn. Ég hélt að hann væri að grínast. Seinna komst ég að því að það var atvinna hans að drepa fólk." Síðar í játningunni segir konan að þessi ónafngreindi maður hafi komið á heimili hennar með raftæki, víra og hanska. Hann hafi tengt vírana við mann hennar og drepið hann með raflosti meðan hún horfði á. Lögfræðingurinn flúinn Í játningunni gagnrýnir þessi kona einnig lögmann sinn fyrir að gera mál hennar opinbert og vekja alþjóðlega athygli á því. Lögmaðurinn hefur þegar flúið land og beðið um hæli í Noregi.
Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Sjá meira