Erlent

Sameiginleg viðbrögð við flugránum

Óli Tynes skrifar
Rússnesk orrustuþota fylgir bandarískri farþegavél.
Rússnesk orrustuþota fylgir bandarískri farþegavél. Mynd/AP

Bandaríkjamenn og Rússar hafa gert með sér samning um viðbrögð við flugránum. Þjóðirnar heita hvorri annarri allri þeirri aðstoð sem þær geti veitt.

Meðfylgjandi mynd er tekin á æfingu vegna þessa samnings. Hún er tekin út um glugga á bandarískri farþegaþotu sem var í hlutverki flugvélar sem búið var að ræna.

Vélinni var rænt í Austurlöndum fjær á leið til Alaska. Á þeirri leið þarf hún að fara um rússneska lofthelgi.

Herþotan sem sést út um gluggann er rússnesk Sukhoy 27orrustuþota. Kanadamenn tóku einnig þátt í æfingunni en ekki hafa verið gefnar frekari upplýsingar um hana. Óþarfi að upplýsa flugræningja um á hverju þeir eiga von.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×