Leita að elstu öldungunum 13. ágúst 2010 04:00 Japanar hafa hingað til verið taldir verða allra þjóða elstir. nordicphotos/AFP Japanar státa sig af meira langlífi en aðrar þjóðir. Strik var þó sett í þann reikning í síðasta mánuði þegar í ljós kom að hundruð manna, sem hafa verið á skrá yfir elsta fólk Japans, eru ýmist löngu látnir eða ekkert hefur til þeirra spurst svo árum eða jafnvel áratugum skiptir. Athygli japanskra fjölmiðla hefur síðan beinst mjög að sögum um ættingja sem eiga að hafa reynt að svíkja út tryggingabætur. Einnig hafa birst fréttir um önnum hlaðna starfsmenn félagsþjónustunnar og dapurlegar lýsingar á einangrun aldraðra sem hægt og rólega hafa glatað öllum tengslum við samfélagið. Umræðan fór af stað eftir að Sogen Koto, sem talinn var elsti karlmaður í Tókíó, 111 ára gamall, reyndist þegar lögreglan fór að kanna málið hafa verið látinn í 32 ár. Lík mannsins fannst í íbúð hans, en ættingjar höfðu jafnan sagt hann við hestaheilsu en lítt mannblendinn. Ættingjarnir sæta nú lögreglurannsókn. Þetta varð til þess að lögreglan hóf leit að öðru fólki, sem talið var á lífi í hárri elli. Sú leit skilaði hrollvekjandi niðurstöðum. Þannig reyndist Fusa Furuya, kona sem talin var 113 ára gömul og þar með elsta konan í höfuðborginni, hvergi finnanleg. Í borginni Kobe hafa yfirvöld einnig árangurslaust reynt að hafa uppi á meira en hundrað manns, sem taldir voru eldri en hundrað ára, þar á meðal einni konu sem talin var 125 ára. Fullvíst þykir að skrifa megi meint langlífi þeirrar konu, sem og þriggja annarra íbúa Kobe sem taldir voru eldri en 120 ára, á reikning embættismanna sem kastað hafa til höndunum þegar kom að skráningu íbúanna. Samkvæmt opinberum skýrslum eru 40.399 manns í Japan orðnir hundrað ára eða eldri. Alvarlegar efasemdir hafa nú vaknað um réttmæti þessara upplýsinga. „Fjölskyldurnar, sem eiga að vera nákomnastar þessu aldraða fólki, vita ekki hvar það er niðurkomið og hafa í mörgum tilvikum ekki einu sinni haft fyrir því að biðja lögreglu að grennslast fyrir um það,“ segir í leiðara dagblaðsins Asahi. Í sama blaði er bent á eina skuggahlið þessa máls: Ef dauðsföll eru ekki tilkynnt til stjórnvalda halda lífeyrisgreiðslur áfram að berast og það virðist í sumum tilfellum hafa hvatt ættingja til þess að skýra ekki frá því þegar aldraðir falla frá. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent B sé ekki best Innlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Sjá meira
Japanar státa sig af meira langlífi en aðrar þjóðir. Strik var þó sett í þann reikning í síðasta mánuði þegar í ljós kom að hundruð manna, sem hafa verið á skrá yfir elsta fólk Japans, eru ýmist löngu látnir eða ekkert hefur til þeirra spurst svo árum eða jafnvel áratugum skiptir. Athygli japanskra fjölmiðla hefur síðan beinst mjög að sögum um ættingja sem eiga að hafa reynt að svíkja út tryggingabætur. Einnig hafa birst fréttir um önnum hlaðna starfsmenn félagsþjónustunnar og dapurlegar lýsingar á einangrun aldraðra sem hægt og rólega hafa glatað öllum tengslum við samfélagið. Umræðan fór af stað eftir að Sogen Koto, sem talinn var elsti karlmaður í Tókíó, 111 ára gamall, reyndist þegar lögreglan fór að kanna málið hafa verið látinn í 32 ár. Lík mannsins fannst í íbúð hans, en ættingjar höfðu jafnan sagt hann við hestaheilsu en lítt mannblendinn. Ættingjarnir sæta nú lögreglurannsókn. Þetta varð til þess að lögreglan hóf leit að öðru fólki, sem talið var á lífi í hárri elli. Sú leit skilaði hrollvekjandi niðurstöðum. Þannig reyndist Fusa Furuya, kona sem talin var 113 ára gömul og þar með elsta konan í höfuðborginni, hvergi finnanleg. Í borginni Kobe hafa yfirvöld einnig árangurslaust reynt að hafa uppi á meira en hundrað manns, sem taldir voru eldri en hundrað ára, þar á meðal einni konu sem talin var 125 ára. Fullvíst þykir að skrifa megi meint langlífi þeirrar konu, sem og þriggja annarra íbúa Kobe sem taldir voru eldri en 120 ára, á reikning embættismanna sem kastað hafa til höndunum þegar kom að skráningu íbúanna. Samkvæmt opinberum skýrslum eru 40.399 manns í Japan orðnir hundrað ára eða eldri. Alvarlegar efasemdir hafa nú vaknað um réttmæti þessara upplýsinga. „Fjölskyldurnar, sem eiga að vera nákomnastar þessu aldraða fólki, vita ekki hvar það er niðurkomið og hafa í mörgum tilvikum ekki einu sinni haft fyrir því að biðja lögreglu að grennslast fyrir um það,“ segir í leiðara dagblaðsins Asahi. Í sama blaði er bent á eina skuggahlið þessa máls: Ef dauðsföll eru ekki tilkynnt til stjórnvalda halda lífeyrisgreiðslur áfram að berast og það virðist í sumum tilfellum hafa hvatt ættingja til þess að skýra ekki frá því þegar aldraðir falla frá. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent B sé ekki best Innlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Sjá meira