Erlent

Yfirhershöfðingi vill halda í Bandaríkjamenn

Óli Tynes skrifar
Frá hryðjuverkaárás í Írak.
Frá hryðjuverkaárás í Írak.

Yfirhershöfðingi íraska hersins segir að það sé of snemmt að bandarískir hermenn fari frá landinu í lok ágúst á næsta ári, eins og áætlanir gera ráð fyrir.

Babakar Zebari hershöfðingi segir að íraski herinn verði ekki fær um að tryggja öryggi landsins fyrr en í fyrsta lagi árið 2020. Hann vill að bandarískir hermenn verði áfram í Írak til þess tíma.

Zebari bergmálar þarna álit Tariqs Aziz fyrrverandi utanríkisráðherra Saddams Hussein. Hann segir að Bandaríkjamenn séu að skilja Írak eftir hjá úlfunum, eins og hann orðaði það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×