Erlent

Miklir skógareldar geysa í Portúgal

Um eitt þúsund slökkviliðsmenn berjast nú við 30 skógareldar sem geysa í nágrenni bæjarins Sao Pedro í norðurhluta Portúgal. Innanríkisráðherra landsins líkir stöðunni á svæðinu við stríðsástand.

Yfir 1.000 manns hafa verið fluttir á brott frá þjóðgarðinum Peneda-Geres eftir að skógareldarnir náðu þangað í gærdag en fyrstu eldarnir kviknuði í upphafi vikunnar og hafa ágerst síðan. Tveir slökkviliðsmenn hafa farist í baráttunni við eldana.

Búið er að loka vegum að svæðinu sem brennur og fólk þar er beðið um að vera í viðbragðsstöðu til að geta yfirgefið heimili sín með engum fyrirvara.

Í gærkvöldi sendu portúgölsk stjórnvöld frá sér beiðni til Evrópusambandsins um aðstoð við slökkvistarfið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×