Erlent

Múslímsku flugstarfsfólki skipað að borða á Ramadan

Föstu- og helgimánuður múslima, Ramadan, hófst í gær og mættu margir múslimar á Íslandi til helgihalds í menningarmiðstöð Múslima við Grensásveg í Reykjavík klukkan tíu í gærkvöldi.

Samkvæmt siðum Múslima mega þeir ekki neyta matar frá sólarupprás til sólarlags. Á alþjóðlega flugvefnum ATW er frá því greint að flugmálayfirvöld í Indónesíu, sem að mestu er byggð múslimum, hafi fyrirskipað öllu starfsfólki, sem vinnur við flug, hvort sem er um borð í flugvélum eða á jörðu niðri og við flugstjórn, að neyta matar á vöktum sínum þrátt fyrir bannið.

Þetta sé gert í öryggisskyni þar sem hungur geti valdið skjálfta, svima, slappleika, ofþornun, þreytu og breyttri hegðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×