Erlent

11 ára greiðir milljónir í miskabætur

Óli Tynes skrifar
Ekki hrinda út í grunnu laugina.
Ekki hrinda út í grunnu laugina.
Ellefu ára gamall danskur strákur hefur verið dæmdur til þess að greiða sundkennara sínum rífar sex milljónir króna fyrir að hrinda honum út í laugina.

Strákurinn hrinti honum út í grunnu laugina. Kennarinn lenti á höfðinu og slasaðist svo mikið að hann er 40 prósent öryrki.

Það var kennarasamband Danmerkur sem rak málið fyrir kennarann. Skaðabæturnar verða greiddar af tryggingafé.

Í Danmörku koma að jafnaði upp tvö til þrjú tilfelli á ári þar sem nemendur eru dæmdir til þess að greiða kennurum sínum skaðabætur fyrir einhver atvik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×