Erlent

Heimsækir flóðasvæðin í Pakistan

Mynd/AP
Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, heimsækir Pakistan um helgina en hrikaleg flóð hafa valdið gríðarlegu tjóni í landinu að undanförnu. Raza Gilani, forsætisráðherra landsins, sagði í ávarpi í tilefni þjóðhátíðardags Pakistans fyrr í dag að 20 milljónir manna hafi misst heimili sín í flóðunum en áður höfðu Sameinuðu þjóðirnar sagt að 14 milljónir íbúa landsins væru heimilislausir.

Ban Ki-moon mun heimsækja flóðasvæðið og ræða við leiðtoga landsins um næstu skref en forsætisráðherran og stjórnvöld hafa legið undir ámæli fyrir slæleg vinnubrögð og hafa brugðist of seint við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×