Erlent

Svíi gæti þurft að borga 120 milljónir í hraðaksturssekt

Sænskur ökumaður sem gripinn var á 290 kílómetra hraða í Sviss á yfir höfði sér stærstu hraðaksturssekt í sögunni. Sektin gæti numið allt að rúmlega milljón svissneskum frönkum eða nærri 120 milljónum króna.

Þessi háa upphæð skýrist af því að samkvæmt svissneskum lögum eru umferðarsektir ákveðnar með tilliti til þess hversu auðugur ökumaðurinn er og hversu hratt hann ók yfir hraðatakmörkunum.

Svínn sem er 37 ára gamall var 170 kílómetra yfir mörkunum. Hann ók á Mercedes SLS AMG bíl og hefur lögreglan lagt hald á bílinn. Þessi bíll getur ekið á töluvert yfir 300 kílómetrum á klukkustund.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×