Erlent

Slys sem beðið var eftir

Óli Tynes skrifar
Leitað í húsarústum eftir aurskriðu.
Leitað í húsarústum eftir aurskriðu.

Jarðfræðingar og aðrir sérfræðingar í Kína höfðu margsinnis varað við aurskriðum eins og þeirri sem varð yfir eittþúsund manns bana að í Gansu héraði á laugardag.

Mörghundruð manna er enn saknað og eru flestir taldir af. Árið 2006 vöruðu til dæmis vísindamenn við Lanzhou háskólann við því að hæðirnar yfir mörgum borgum í héraðinu væru orðnar mjög óstöðugar.

Jarðvegurinn væri orðinn gljúpur og þunnur eftir margra áratuga skógarhögg, námuvinnslu, stíflugerð og landruðning fyrir landbúnað.

Yfirvöld skelltu skolleyrum við þessum aðvörunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×