Erlent

Nægir ekki afsökunarbeiðni

Á meðal mótmælenda var þessi kona sem var í kynlífsþrælkun í valdatíð Japana í Suður-Kóreu.
Nordicphotos/AFP
Á meðal mótmælenda var þessi kona sem var í kynlífsþrælkun í valdatíð Japana í Suður-Kóreu. Nordicphotos/AFP
Fyrrum kynlífsþrælar voru á meðal mótmælenda við japanska sendiráðið í Seúl í Suður-Kóreu í fyrradag. Tilefnið var afsökunarbeiðni japanska forsætisráðherrans, Naoto Kan, vegna hernáms Japana á Suður-Kóreu sem hófst 29. ágúst fyrir 100 árum.

Afsökunarbeiðni er hins vegar ekki nóg að mati margra, ódæðisverkin hafi verið slík. Meðal þess sem rifjað hefur verið upp eru sögur af þrælabúðum og vændis-húsum fyrir fyrir japanska hermenn sem suður-kóreskar konur voru neyddar til að vinna í.

Japönsk stjórnvöld hafa sagst munu skila á næstunni menningarverðmætum frá S-Kóreu. Hernáminu lauk við lok seinni heimsstyrjaldarinnar. - sbt




Fleiri fréttir

Sjá meira


×