Erlent

Dularfullar jarðsprengjur í Suður-Kóreu

Óli Tynes skrifar
Það var ekki ég. Norður-Kóreumenn neita alltaf ábyrgð.
Það var ekki ég. Norður-Kóreumenn neita alltaf ábyrgð.

Yfirvöld í Suður-Kóreu rannsaka nú hvort Norður-Kóreumenn hafi af ásettu ráði sent einar 200 jarðsprengjur að ströndum landsins. Einn maður hefur beðið bana af þeirra völdum.

Jarðsprengjurnar byrjuðu að finnast í júlí og í fyrstu töldu Suður-Kóreumenn að þeim hefði skolað frá Norður-Kóreu í miklum rigningum, enda voru sprengjurnar í trékössum.

Með tilliti til vaxandi spennu milli landanna þykir nú hinsvegar ástæða til þess að rannsaka hvort þetta hafi verið viljandi gert.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×