Erlent

Norska sendiráðinu í Moskvu lokað

Norska sendiráðinu í Moskvu hefur verið lokað og hafa 55 af 60 starfsmönnum þess verið fluttir heim til Noregs eða til annarra staða í Rússlandi.

Ástæðan er hinn mikli reykmökkur sem liggur yfir Moskvu og talinn er mjög skaðlegur heilsu borgarbúa. Samkvæmt fréttum í dönskum fjölmiðlum hefur danska sendiráðið einnig gripið til þess ráðs að senda megnið af starfsliði sínu út úr borginni.

Ekkert lát er á skógar- og akureldunum í Rússlandi né þeirri hitabylgju sem hrjáð hefur íbúa landsins í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×