Erlent

Bandarískur fangi fékk milljarð í skaðabætur

Rúmlega 61 árs gamall Bandaríkjamaður sem setið hefur 24 ár í fangelsi fyrir glæp sem hann framdi ekki hefur fengið 8 milljón dollara eða rétt tæpann milljarð króna í skaðabætur.

Þetta þýðir að maðurinn fær nærri 100.000 krónir fyrir hvern dag sem hann sat saklaus í fangelsinu.

Það voru bæjaryfirvöld í Long Beach í Kaliforníu sem ákváðu að greiða þessa sekt í stað þess að láta manninn sækja rétt sinn fyrir dómstólum. Talið var að kviðdómur hefði dæmt manninnum margfalt hærri bætur.

Maðurinn var dæmdur fyrir morð í Long Beach árið 1979 en í ljós hefur komið að hann var saklaus af þeim glæp.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×