Erlent

Meira rignir ofan í flóðin

Kona grætur meðan björgunarmenn hvíla sig.nordicphotos/AFP
Kona grætur meðan björgunarmenn hvíla sig.nordicphotos/AFP
Ár flæddu enn yfir bakka sína og nýjar aurskriður ollu tjóni á hamfarasvæðunum í Kína, þar sem enn meiri rigningu er spáð næstu daga.

Ástandið er verst í Gansu-héraði í norðvestanverðu Kína, þar sem á annað þúsund manns hafa farist og tugir þúsunda þurft að yfirgefa heimili sín.

Í fyrrinótt varð úrhellið til þess að sex hús í þorpinu Xizangba eyðilögðust í aurskriðum, fljót stíflaðist skammt frá þorpinu Libazi og vegasamgöngur lokuðust að hluta.- gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×