Fleiri fréttir

Öryggisgæsla hert í París

Frönsk yfirvöld gripu til frekari varúðarráðstafana í morgun og hertu öryggisgæslu mikið í höfuðborgini París. Búist er við óeirðum vegna ákvörðunar stjórnvalda um sólarhringsbann við almennum fundum utandyra, sem tók gildi í morgun.

Stjórna saman í fyrsta sinn í 40 ár

Stóru flokkarnir í Þýskalandi, Kristilegir demókratar og Jafnaðarmannaflokkurinn, hafa komist að samkomulagi um stjórnarmyndun, og verður Angela Merkel, leiðtogi Kristilegra demókrata, næsti kanslari landsins, fyrst allra kvenna.

Finnur ódýr flugfargjöld

Nú hefur stórfyrirtækið Google blandað sér í slaginn um þá viðskiptavini sem ferðast hvað mest og býður nú nýja þjónustu þar sem allir eiga að geta fundið ódýrustu flugmiða sem völ er á gegnum vefsíðu fyrirtækisins.

Nýrra aðlögunarleiða leitað

Síðla fimmtudagsins 27. október létu tveir unglingsdrengir, annar ættaður frá Malí, hinn frá Túnis, lífið er þeir reyndu að fela sig í spennustöð jarðlestarstöðvar í Parísarúthverfinu Clichy-sous-Bois. Sú saga gekk að drengirnir hefðu verið á flótta undan lögreglu og allt fór í bál og brand. Það var sem kveikt hefði verið í púðurtunnu.

Svíar og Japanar njóta ásta

Engar þjóðir njóta ásta jafn mikið í eldhúsinu eins og Svíar og Japanir. Fimmti hver einstaklingur í þessum löndum segist hafa stundað ástarleiki í eldhúsinu einu sinni eða oftar. Þetta eru niður­stöður nýrrar Gallup-könnunar sem gerð var fyrir Ikea í 28 löndum.

Þögn sló á borgir Evrópu

Í gær var þess minnst víða um Evrópu að 87 ár voru liðin frá því samið var um vopnahlé í heimsstyrjöldinni fyrri. Klukkan ellefu að morgni ellefta dags ellefta mánaðar ársins 1918 þögnuðu byssurnar sem höfðu gelt nær linnulaust síðustu fjögur árin á undan.

Ræningjar léku á lögreglu

Vopnaðir menn rændu peningageymslu öryggisfyrirtækisins Securitas í bænum Jönköping í Svíþjóð í gær. Ljóst er að ræningjarnir afvegaleiddu lögregluna með sprengjuhótun við háskólann í Jönköping en þar eru að minnsta kosti fjórir Íslendingar við nám. Engin sprengja fannst.

Frumvarpið verður mildað

Danska ríkisstjórnin íhugar nú breytingar á frumvarpi um varnir gegn hryðjuverkum. Í frétt Berlingske Tidende segir að þetta sé gert í kjölfar niðurstöðu breska þingsins um að fella sams konar frumvarp þar í landi. Talið er líklegt að heimildir til símahlerana og myndbandsupptöku á opinberum stöðum verði ekki eins rúmar og upphaflega var gert ráð fyrir. Frumvarpið hefur töluvert verið gagnrýnt í Danmörku, ekki síst af þingmönnum ríkisstjórnarflokkanna.

Kína og kjarnorkuvandi á Kóreuskaganum

Þessa dagana standa yfir í Peking viðræður um kjarnorkumál á Kóreuskaganum. Þótt öll spjót beinist nú að Norður-Kóreu eru Kínverjar einnig í flókinni stöðu þar sem þeir freista þess að fá deilendur til að sættast á tímamótasáttmála sem undirritaður var í

120 manns teknir höndum

Jórdönsk yfirvöld skýrðu frá því í gær að 120 manns hefðu verið teknir fastir í tengslum við hryðjverkin í Amman á miðvikudagskvöld. Al-Kaída segir í yfirlýsingu að sjálfsmorðsprengju­mennirnir hafi verið fjórir en ekki þrír eins og í upphafi var talið.

Veikir í tvær vikur á ári

Munurinn á fjölda veikindadaga ríkisstarfsmanna og starfsmanna einkafyrirtækja í Danmörku hefur aukist undanfarin ár. Ríkisstarfsmenn verða veikir að meðaltali 14,5 daga á ári en aðrir launþegar í átta daga.

Flugmaðurinn hafði millilent

Flugvellinum í Karlstad í Svíþjóð var lokað um hádegisbilið í gær þar sem maður var grunaður um sjálfsmorðssprengjuárás. Maður sást á vappi með nokkrar töskur nálægt flugturninum og var strax hringt úr síma flugmálastjórnarinnar á vellinum í lögregluna. Flugstöðin var rýmd, flugvellinum var lokað og björgunarsveitin mætti á staðinn meðan lögreglan rannsakaði svæðið. Engin sprengja fannst enda kom í ljós að um var að ræða flugmann sem hafi millilent á flugvellinum.

Megirðu brenna í helvíti, Zarqawi

„Megirðu brenna í helvíti, Abu Musab al-Zarqawi", hrópuðu þúsundir Jórdana á götum Amman í dag þar sem þeir mótmæltu hryðjuverkaárásum al-Qaida í fyrrakvöld. Þessi reiði Jórdana virðist hafa komið leiðtogum hryðjuverkasamtakanna á óvart því þeir sendu frá sér aðra yfirlýsingu í dag þar sem reynt var að réttlæta sjálfsmorðssprengingarnar sem urðu nær sextíu manns að bana.

Með sólarrafhlöður á þakinu

Það hafa verið alls kyns vandræði með orkufyrirtækin í Kaliforníu undanfarin ár. Fjölskylda ein í ríkinu hefur litlar áhyggjur af því, enda keypti hún hús með sólarrafhlöðum á þakinu. Þær eru svo öflugar að rafmagnsreikningurinn er hreint hlægilegur.

Karnival í Köln

Köln í Þýskalandi er ekki fyrsta borgin sem kemur í hugann þegar minnst er á karnival. Kölnarbúar blása þó á slíkt og klukkan 11.11 í morgun, þann 11.11., hófst þeirra árlega kjötkveðjuhátíð. Hitastigið var heldur lægra en í Ríó í febrúar, enda voru búningarnir heldur efnismeiri en þar tíðkast.

Færeyingar láta kanna meint fangaflug í sinni lofthelgi

Færeyingar hafa nú bæst í hóp þeirra þjóða sem áhyggjur hafa af meintu fangaflugi bandarísku leyninþjónustunnar. Joannes Eidesgaard, lögmaður Færeyja, hefur beðið dönsk yfirvöld að kanna hvort CIA hafi misnotað færeyska lofthelgi og flogið yfir lofthelgi eyjanna með grunaða hryðjuverkamenn í leynifangelsi þar sem þeir eru pyntaðir.

Loks samkomulag um nýja ríkisstjórn í Þýskalandi

Jafnaðarmenn og Kristilegir demókratar í Þýskalandi hafa loks komist að samkomulagi um að mynda samsteypustjórn undir forystu Angleu Merkel, sem jafnframt verður fyrsta konan sem gegnir embætti kanslara landsins. Samningaviðræður hafa tekið hátt í tvo mánuði, en kosningar fóru fram í landinu þann 18. september síðastliðinn.

Stór hluti Janköping enn lokaður eftir rán

Enn er stór hluti Janköping í Mið-Svíþjóð lokaður af eftir rán sem framið var í morgun á peningageymslu Securitas. Vélmenni sprengjuleitarsveitar lögreglunnar eru nú að kanna hvort sprengja sé í bíl ræningjanna sem fannst við ránsstaðinn.

Rússnesk flutningavél fórst nálægt Kabúl

Tíu manns fórust þegar rússnesk flutningavél fórst nálægt Kabúl, höfuðborg Afghanistan, í morgun. Vonskuveður var á svæðinu þegar slysið varð en talið er að vélin hafi skollið á fjalli með fyrrgreindum afleiðingum.

Banvænn stofn fuglaflensu í Kúveit

H5N1-veiran hefur fundist í að minnsta kosti einum þeirra fugla sem fundust dauðir í Kúveit í vikunni en þetta er fyrsta tilfelli fuglaflensunnar, sem vitað er um, við Persaflóann. Þá fannst H5N2-afbrigði flensunnar í öðrum fugli, sem var fálki er var í sóttkví í Kúveit.

Rice í óvæntri heimsókn í Írak

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom í óvænta heimsókn til Mósúl í Írak í morgun, en hún er að hefja ferðalag um Miðausturlönd. Aðspurð um ástæðu heimsóknarinnar sagði Rice að hún vildi hvetja stjórnmála- og trúarhópa til að leggja niður deilur og vinna að einingu innan landsins, en þingkosningar eru fyrirhugaðar í Írak eftir um mánuð.

Meintur hryðjuverkamaður í haldi í Singapúr

Lögregla í Singapúr greindi frá því í dag að hún hefði handtekið mann sem talinn er vera félagi í Jemaah Islamiah, armi al-Qaida í Suðaustur-Asíu. Að sögn yfirvalda hefur maðurinn tilheyrt samtökunum frá árinu 1990 og meðal annars undirgengist herþjálfun á vegum annarra herskárra samtaka í Pakistan.

Óku inn í peningageymslu í Janköping

Bíræfnir ræningar óku bíl á fullri ferð inn í peningageymslu Securitas í Janköping, austur af Gautaborg, í Svíþjóð snemma í morgun og byrjuðu á að læsa fjóra öryggisverði inni. Eftir að hafa safnað fjármunum saman hurfu þeir á braut og hefur lögregla fundið bíl sem talið er að þeir hafi notað til undankomunnar, en ræningjarnir eru ófundnir.

Lögregla í París býr sig undir helgina

Lögreglan í París sig nú undir helgina en talið er að framvinda óeirðanna næstu tvo sólarhringa muni gefa vísbendingu um þróun mála. Óeirðirnar hafa nú staðið í tvær vikur en nokkuð hefur dregið úr þeim undanfarna daga, sem meðal annars er rakið til þess að sveitastjórnir hafa beitt útgöngubanni.

Fjölmenn mótmæli í Jórdaníu vegna hryðjuverka

Fjölmenn mótmæli voru á götum úti í Jórdaníu í gær þar sem íbúar landsins eru æfareiðir vegna sjálfsmorðsárásanna sem urðu að minnsta kosti 56 manns að bana í Amman á miðvikudaginn. Hundruðir mótmælenda komu saman á götum Amman en mótmæli fóru einnig fram í öðrum borgum Jórdaínu.

Staðfest í embætti á þingi

Minnihlutastjórn íhaldsflokksins Lög og réttlæti var í gærkvöld staðfest í embætti er hún stóðst atkvæðagreiðslu um traustsyfirlýsingu í þjóðþinginu. Þingmenn stjórnarflokksins eru 155, en alls greiddu 272 af 460 fulltrúum atkvæði með traustsyfirlýsingunni.

Með niðurgang í sautján daga

Skoskri konu hafa verið dæmdar rúmar hundrað milljónir króna í skaðabætur en hún varð öryrki eftir að hafa snætt kínverskan mat á veitingahúsi í bænum East Kilbride, nærri ­Glasgow.­ Að því er dagblaðið Independent hermir var maturinn svo mettaður af salmonellusýklum að konan fékk niðurgang sem stóð yfir í sautján daga.

Var hent út um glugga af þriðju hæð

Fertugur karlmaður liggur þungt haldinn á spítala í Kaupmannahöfn eftir að tveir menn reyndu að drepa hann með því að henda honum út úr glugga úr íbúð á þriðju hæð.

Sýrlendingar munu starfa með rannsóknarnefnd S.þ.

Sýrlendingar munu starfa með rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna sem á að rannsaka morðið á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons. Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, greindi frá þessu en kvaðst ekki telja að þetta myndi nægja til að þrýstingi og gagnrýni á stjórnvöld í Damaskus linnti.

Al-Qaida liðar vilja breiða út óöldina

Al-Qaida í Írak vill breiða óöldina þar út til nágrannaríkjanna, samkvæmt leyniskjölum sem fundust á föllnum aðstoðarmanni Zarqawis, leiðtoga samtakanna. Al-Qaida ber ábyrgð á þremur árásum í Amman í Jórdaníu í gær, þar sem nærri áttatíu manns af fjölmörgum þjóðernum féllu.

Þrír handteknir vegna sprengjuárásanna

Að minnsta kosti þrír menn hafa verið handteknir vegna hryðjuverkaárásanna í Amman í Jórdaníu í gærkvöldi. Frekari upplýsingar um mennina hafa ekki fengist en Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, heimsækir borgina á morgun.

Fuglaflensa greinist í Kúveit

Fuglaflensa hefur greinst í Kúveit, en þetta er í fyrsta sinn sem veikin finnst í ríki við Persaflóa. Flensan greindist Í tveimur fuglum í landinu og hefur þegar verið gripið til ráðstafana og þeim slátrað. Ekki liggur fyrir hvort fuglarnir voru sýktir af hinum banvæna H5N1-stofni sem borist getur í menn eða hvernig þeir sýktust.

Stofna lúxusdagheimili í Danmörku

Lúxusdagheimili fyrir börn hinna frægu og ríku munu að líkindum taka til starfa í Danmörku innan tíðar eftir að lögum um dagheimili þar í landi var breytt þannig að slíkur aðskilnaður verður mögulegur.

Neyðarðagerðir virðast skila árangri

Þriðju nóttina í röð dró úr óeirðum í Frakklandi. Neyðaraðgerðir ríkisstjórnarinnar virðast ætla að skila tilætluðum árangri og þær falla vel í kramið hjá almenningi.

Vill slíta samstarfi við Sharon

Amir Peretz, nýkjörinn formaður Verkamannaflokksins í Ísrael, vill slíta ríkisstjórnarsamstarfi við Likud-flokk Ariels Sharons, forsætisráðherra landins. Hann mun hitta Sharon á sunnudag þar sem þeir ræða hvort kosningum í landinu verði flýtt vegna þessa.

Al-Qaida lýsir yfir ábyrgð á árásum í Amman

Hryðjuverkasamtökin al-Qaida segjast bera ábyrgð á þrem sjálfsmorðsárásum í Jórdaníu í gærkvöldi, sem urðu minnst 57 manns að bana. Landamærum landsins hefur verið lokað og víðtæk leit stendur yfir af mönnum sem tengjast árásunum.

Þúsundir mótmæltu kosninganiðurstöðum í Bakú

Þúsundir manna gengu um götur í Bakú, höfuðborg Aserbaídjans, í gær til að mótmæla niðurstöðum þingkosninga á sunnudag. Þar fór flokkur Ilhams Alijevs forseta, sem farið hefur með völdin, með sigur af hólmi en stjórnarandstæðingar segja að svindlað hafi verið í kosningunum.

Miller hættir hjá New York Times

Judith Miller, blaðakona New York Times sem sat í fangelsi í nærri þrjá mánuði í sumar fyrir að neita að gefa upp heimildarmann sinn í lekamálinu svokallaða, er hætt störfum hjá blaðinu. Ástæður þess eru margvíslegar að sögn hennar sjálfrar en hún hefur sætt nokkurri gagnrýnni frá starfsfélögum sínum vegna ákvörðunarinnar um að greina frá því hver heimildarmaðurinn væri.

Stefnir í sigur Johnson-Sirleaf í Líberíu

Útlit er fyrir að Ellen Johnson-Sirleaf verði næsti forseti Líberíu, en þegar tveir þriðju atkvæða hafa verið talin hefur hún fengið 56 prósent atkvæða en andstæðingur hennar, fyrrverandi knattspyrnumaðurinn George Weah, 44 prósent.

Peres tapaði í leiðtogakjöri Verkamannaflokksins

Shimon Peres tapaði óvænt í leiðtogakjöri verkamannaflokksins í Ísrael í nótt. Verkalýðsleiðtoginn Amir Peretz sigraði með rúmlega tveggja prósenta mun og mun því leiða flokkinn í næstu þingkosningum í Ísrael.

Dregur úr óeirðum í Frakklandi

Enn dró úr óeirðum í Frakklandi í nótt, í kjölfar stórhertra aðgerða lögreglu um allt land. Í 38 hverfum, borgum og bæjum nýtti lögregla sér heimildir til að setja á útgöngubann eða beita öðrum neyðaraðgerðum til að sporna við óeirðunum. Alls voru 155 manns handteknir í nótt og kveikt var í um 300 bílum, sem er nærri helmingi minna en nóttina á undan.

Mannskæð árás á veitingastað í Bagdad

Meira en tuttugu létust og minnst fimmtán særðust í sjálfsmorðsárás á veitingastað í Bagdad, höfuðborg Íraks á sjöunda tímanum í morgun. Sprengingin var gríðarlega öflug og heyrðist í margra kílómetra fjarlægð frá árásarstaðnum.

Al-Qaida talið bera ábyrgð á árásum í Amman

Flest bendir til að al-Qaida beri ábyrgð á þrem sjálfsmorðsárásum í Jórdaníu í gærkvöldi, sem urðu minnst 57 manns að bana. Um þrjú hundruð manns eru sárir eftir árásirnar, sem voru gerðar á þrem hótelum í Amman, höfuðborg Jórdaníu, með stuttu millibili.

Sjá næstu 50 fréttir