Erlent

Veikir í tvær vikur á ári

Munurinn á fjölda veikindadaga ríkisstarfsmanna og starfsmanna einkafyrirtækja í Danmörku hefur aukist undanfarin ár. Ríkisstarfsmenn verða veikir að meðaltali 14,5 daga á ári en aðrir launþegar í átta daga.

Aukinn munur skýrist af bættri mætingu starfsmanna í einkageiranum. Veldur þessi þróun töluverðum áhyggjum meðal samtaka opinberra starfsmanna. Haft er eftir forsvarsmanni eins þeirra í Berlingske Tidende í gær að það sé helst vaktavinnufólk og þeir sem vinni erfiðisvinnu sem oftar verði veikir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×