Erlent

Fuglaflensa greinist í Kúveit

MYND/AP

Fuglaflensa hefur greinst í Kúveit, en þetta er í fyrsta sinn sem veikin finnst í ríki við Persaflóa. Flensan greindist Ítveimur fuglum í landinu og hefur þegar verið gripið til ráðstafana og þeim slátrað. Ekki liggur fyrir hvort fuglarnir voru sýktir af hinum banvæna H5N1-stofni sem borist getur í menneða hvernig þeir sýktust.

Fyrr í dag greindu yfirvöld í Kína, Víetnam og Taílandi að flensa hefði borist víðar um löndin en veira hefur nú þegar dregið ríflega 60 manns til dauða í Asíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×