Erlent

Með niðurgang í sautján daga

Skoskri konu hafa verið dæmdar rúmar hundrað milljónir króna í skaðabætur en hún varð öryrki eftir að hafa snætt kínverskan mat á veitingahúsi í bænum East Kilbride, nærri ­Glasgow.­ Að því er dagblaðið Independent hermir var maturinn svo mettaður af salmonellusýklum að konan fékk niðurgang sem stóð yfir í sautján daga.

Konan vann áður sem ljósmóðir en í kjölfar eitrunarinnar fékk hún liðagigt þannig að hún er með öllu óvinnufær til frambúðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×