Erlent

Loks samkomulag um nýja ríkisstjórn í Þýskalandi

Angela Merkel er nýr kanslari Þýskalands.
Angela Merkel er nýr kanslari Þýskalands.

Jafnaðarmenn og Kristilegir demókratar í Þýskalandi hafa loks komist að samkomulagi um að mynda samsteypustjórn undir forystu Angleu Merkel, sem jafnframt verður fyrsta konan sem gegnir embætti kanslara landsins. Samningaviðræður hafa tekið hátt í tvo mánuði, en kosningar fóru fram í landinu þann 18. september síðastliðinn. Margir hafa spáð ríkisstjórninni slæmu gengi vegna þeirra deilna sem upp hafa komið í báðum flokkum í samningaviðræðunum. Talið er líklegt að stutt verði í næstu kosningar, en þetta er fyrsta samsteypustjórn stóru flokkanna í Þýskalandi í tæp 40 ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×