Erlent

Meintur hryðjuverkamaður í haldi í Singapúr

Lögregla í Singapúr greindi frá því í dag að hún hefði handtekið mann sem talinn er vera félagi í Jemaah Islamiah, armi al-Qaida í Suðaustur-Asíu. Að sögn yfirvalda hefur maðurinn tilheyrt samtökunum frá árinu 1990 og meðal annars undirgengist herþjálfun á vegum annarra herskárra samtaka í Pakistan.

Maðurin var handtekinn í ágúst og verður í haldi í allt að tvö ár, en lög í Singapúr leyfa yfirvöldum að halda mönnum í eins langan tíma og þau vilja án þess að rétta yfir þeim. Þrjátíu og sex músímar eru haldi í Singapúr, grunaðir um að tilheyra herskáum samtökum, en Singapúrar eru staðfastir bandamenn Bandaríkjanna í stríðinu gegn hryðjuverkum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×