Erlent

Svíar og Japanar njóta ásta

Engar þjóðir njóta ásta jafn mikið í eldhúsinu eins og Svíar og Japanir. Fimmti hver einstaklingur í þessum löndum segist hafa stundað ástarleiki í eldhúsinu einu sinni eða oftar. Þetta eru niður­stöður nýrrar Gallup-könnunar sem gerð var fyrir Ikea í 28 löndum.

Áhugi japanskra karlmanna á eldhúsinu virðist einskorðast við kynmök því aðeins þrjú prósent þeirra segjast sjá um matseldina á sínu heimili. Hins vegar eru það Finnar sem skipa efsta sætið þegar kemur að því að elda nakinn. Þriðjungur finnsku þjóðarinnar hefur prófað það. Tilgangur könnunarinnar var að fá betri sýn á hegðun og athafnir fólks í eldhúsinu til að auðvelda vöruþróun á innréttingum og áhöldum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×