Erlent

Fjölmenn mótmæli í Jórdaníu vegna hryðjuverka

MYND/AP
 

Fjölmenn mótmæli voru á götum úti í Jórdaníu í gær þar sem íbúar landsins eru æfareiðir vegna sjálfsmorðsárásanna sem urðu að minnsta kosti 56 manns að bana í Amman á miðvikudaginn. Hundruðir mótmælenda komu saman á götum Amman en mótmæli fóru einnig fram í öðrum borgum Jórdaínu.

Mótmælendur hrópuðu ókvæðisorð um Abu Musab al-Zarqawi, jórdanskan hryðjuverkamanninn, sem er leiðtogi Al-Kaída í Írak. Sjálfsmorðssprengingarnar þrjár sprungu á Grand Hyatt hótelinu, Radisson SAS hótelinu og Days Inn hótelinu. Að minnsta kosti hundrað og fimmtán manns særðust í árásunum og margir þeirra alvarlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×