Erlent

Peres tapaði í leiðtogakjöri Verkamannaflokksins

Shimon Peres tapaði óvænt í leiðtogakjöri verkamannaflokksins í Ísrael í nótt. Verkalýðsleiðtoginn Amir Peretz sigraði með rúmlega tveggja prósenta mun og mun því leiða flokkinn í næstu þingkosningum í Ísrael. Jafnvel er talið að úrslitin gætu þýtt að Verkamannaflokkurinn slíti samstarfi sínu við Likud-flokk Ariels Sharon og boðað verði til nýrra kosninga fljótlega. Amir Peretz hefur sagt að sér hugnist ekki samstarfið við Sharon og að hann muni vinna að því að fá þingkosningar sem allra fyrst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×