Erlent

Var hent út um glugga af þriðju hæð

Fertugur karlmaður liggur þungt haldinn á spítala í Kaupmannahöfn eftir að tveir menn reyndu að drepa hann með því að henda honum út úr glugga úr íbúð á þriðju hæð. Mennirnir tveir sem reyndu að drepa manninn, voru í annarlegu ástandi þegar lögreglan kom á staðinn. Nágrannar mannsins höfðu samband við lögreglu vegna slagsmála og hávaða sem barst frá íbúðinni en þegar lögreglan kom á staðinn, lá maðurinn meðvitundarlaus á gangstéttinni fyrir neðan íbúðina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×