Erlent

Staðfest í embætti á þingi

Kazimierz Marcinkiewicz nýr forsætisráðherra Póllands.
Kazimierz Marcinkiewicz nýr forsætisráðherra Póllands.

Minnihlutastjórn íhaldsflokksins Lög og réttlæti var í gærkvöld staðfest í embætti er hún stóðst atkvæðagreiðslu um traustsyfirlýsingu í þjóðþinginu. Þingmenn stjórnarflokksins eru 155, en alls greiddu 272 af 460 fulltrúum atkvæði með traustsyfirlýsingunni.

Munaði þar mestu um stuðning tveggja smáflokka yst á hægrivængnum, Sjálfsvarnar popúlistans Andrzej Lepper og Fylkingar pólskra fjölskyldna sem er flokkur þjóðernissinna. Átta af 17 ráðherrum stjórnarinnar eru óflokksbundnir utanþingssérfræðingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×