Erlent

Þögn sló á borgir Evrópu

Hetjanna minnst. Kenny Scott, 87 ára félagi í Hálandahersveitunum, við minnismerki skoskra hermanna sem féllu í fyrri heimsstyrjöldinni.
Hetjanna minnst. Kenny Scott, 87 ára félagi í Hálandahersveitunum, við minnismerki skoskra hermanna sem féllu í fyrri heimsstyrjöldinni.

Í gær var þess minnst víða um Evrópu að 87 ár voru liðin frá því samið var um vopnahlé í heimsstyrjöldinni fyrri. Klukkan ellefu að morgni ellefta dags ellefta mánaðar ársins 1918 þögnuðu byssurnar sem höfðu gelt nær linnulaust síðustu fjögur árin á undan.

Tíu milljónir hermanna, hjúkrunarfólks og almennra borgara létu lífið í styrjöldinni. Í Lundúnum sló Big Ben ellefu högg og síðan féll kyrrð yfir Bretland í tvær mínútur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×