Erlent

Rússnesk flutningavél fórst nálægt Kabúl

Tíu manns fórust þegar rússnesk flutningavél fórst nálægt Kabúl, höfuðborg Afghanistan, í morgun. Vonskuveður var á svæðinu þegar slysið varð en talið er að vélin hafi skollið á fjalli með fyrrgreindum afleiðingum. Ekki er vitað hverra þjóða mennirnir voru en rússnesk mynt fannst nálægt slysstað. Ekki hefur fengist staðfest hver átti vélina eða hvert hún var að fara en enginn slasaðist á jörðu niðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×