Erlent

Miller hættir hjá New York Times

Judith Miller, fyrrverandi blaðakona hjá New York Times.
Judith Miller, fyrrverandi blaðakona hjá New York Times. MYND/AP

Judith Miller, blaðakona New York Times sem sat í fangelsi í nærri þrjá mánuði í sumar fyrir að neita að gefa upp heimildarmann sinn í lekamálinu svokallaða, er hætt störfum hjá blaðinu. Ástæður þess eru margvíslegar að sögn hennar sjálfrar en hún hefur sætt nokkurri gagnrýnni frá starfsfélögum sínum vegna ákvörðunarinnar um að greina frá því hver heimildarmaðurinn væri. Miller starfaði hjá New York Times í 28 ár og var í hópi blaðamanna sem hlutu Pulitzer-verðlaunin árið 2002 fyrir umfjöllun um hryðjuverk á alheimsvísu. Hún hlaut hins vegar mikla gagnrýni fyrir fréttir sínar af meintri gereyðingavopnaeign Íraka í aðdraganda innrásarinnar í Írak eftir að í ljós kom að engin voru vopnin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×