Erlent

120 manns teknir höndum

Mótmælt í Amman. Þúsundir Ammanbúa mótmæltu hermdarverkunum í gær, annan daginn í röð.
Mótmælt í Amman. Þúsundir Ammanbúa mótmæltu hermdarverkunum í gær, annan daginn í röð.

Jórdönsk yfirvöld skýrðu frá því í gær að 120 manns hefðu verið teknir fastir í tengslum við hryðjverkin í Amman á miðvikudagskvöld. Al-Kaída segir í yfirlýsingu að sjálfsmorðsprengju­mennirnir hafi verið fjórir en ekki þrír eins og í upphafi var talið.

Nú hefur verið staðfest að 57 fórust í árásum á þrjú hótel í Amman á miðvikudagskvöldið en þetta er mannskæðasta hryðjuverk sem framið hefur verið í Jórdaníu.

Í gær birtist á vefsíðu, sem sögð er tengjast al-Kaída í Írak, þriðja yfirlýsingin þar sem samtökin játa verknaðinn. Þar er því haldið fram að árásarmennirnir hafi verið fjórir, en ekki þrír, þar af ein kona. Ekki hefur tekist að ganga úr skugga um áreiðanleika yfirlýsingarinnar.

Þá greindi jórdanska lögreglan frá því að 120 manns hefðu verið handteknir í tengslum við hryðjuverkin og stóðu skýrslutökur yfir í allan gærdag.

Flestir hinna handteknu eru sagðir Jórdanar og Írakar. Þúsundir Jórdana flykktust annan daginn í röð út á götur höfuð­borgarinnar og hrópuðu ókvæðisorð að landa sínum, Abu Musab al-Zarqawi, en hann er talinn höfuðs­maður al-Kaída í Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×