Kína og kjarnorkuvandi á Kóreuskaganum 12. nóvember 2005 07:45 Höfðingjarnir heilsast. Hu Jintao, forseti Kína (til vinstri), heilsaði starfsbróður sínum í Norður-Kóreu, Kim Jong-il, með virktum við komuna til Pjongjang í októberlok. Staða Kínverja með tilliti til kjarnorkumála á Kóreuskaga er allflókin. Nýverið lauk þriggja daga opinberri heimsókn Hu Jintao, forseta alþýðulýðveldisins Kína, til Norður-Kóreu. Var þetta fyrsta heimsókn Hu til landsins eftir að hann tók við embætti. Yfirlýstur tilgangur heimsóknarinnar var að innsigla vináttu hinna gömlu bandamanna og kepptust þeir Kim Jong-il, forseti Norður-Kóreu, við að mæra samfélags- og efnahagshorfur beggja ríkja við hátíðlegar athafnir. Stjórnmálaskýrendur bæði austan hafs og vestan eru hins vegar sammála um að megintilgangur heimsóknarinnar hafi verið undirbúningur fyrirhugaðra kjarnorkuviðræðna ríkjanna sex, Bandaríkja Norður-Ameríku, Japans, Kína, Norður-Kóreu, Suður-Kóreu og Rússlands, sem nú standa yfir í Peking. Þá hefur heimsóknin hleypt nýju lífi í samsæriskenningar um samband Kína og Norður-Kóreu. Kínverska ríkisfréttastofan hélt því til dæmis fram að markmið Hu með heimsókninni hefði ekki einungis verið að tryggja að Norður-Kóreumenn mættu til viðræðnanna heldur hefði ferðin verið farin til að fá ríkisstjórnina í Pjongjang til að standa við samning þann sem Kínverjar lögðu fram og undirritaður var í Peking í september síðastliðnum. Sá samningur er almennt talinn marka þáttaskil varðandi kjarnorkuuppbyggingu á Kóreuskaganum. Septembersamningur við Norður-Kóreu Með samkomulaginu féllust Norður-Kóreumenn meðal annars á að hverfa frá áformum sínum um smíði kjarnorkuvopna, láta af hendi þau kjarnorkuvopn sem nú þegar eru til staðar í landinu og heimila eftirlitsmönnum frá Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni að koma til landsins í skiptum fyrir ýmiss konar efnahags- og þróunaraðstoð frá Bandaríkjunum og Japan. Suður-Kóreumenn héldu því fram að engin kjarnorkuvopn væru til staðar innan þeirra landamæra og Bandaríkjamenn sögðust ekki hafa uppi nein áform um að ráðast inn í Norður-Kóreu. Eftir undirritun samningsins hefur ríkisstjórnin í Pjongjang hins vegar gefið frá sér ýmsar yfirlýsingar sem ekki þykja lofa góðu um áframhaldandi samstarf. Viðskiptahagsmunir ýta undir stöðugleika Ljóst er að samband Kínverja og Norður-Kóreumanna er flóknara í dag en það var á árum áður, enda hafa þessar þjóðir verið að þróast hvor í sína áttina. Valdhafar í Peking hafa verið í klemmu um hvort þeim beri að styðja við bakið á bandamönnum sínum eða tryggja frið og stöðugleika á Kóreuskaganum. Með aukinni alþjóðlegri samvinnu hafa Kínverjar viljað sýna fulla ábyrgð í utanríkismálum og hafa því verið tregari til að taka undir þær kröfur Norður-Kóreumanna sem styggt geta vesturveldin auk þess sem viðskiptahagsmunir kalla á vinsamlegri samskipti við Bandaríkin og Suður-Kóreu. Ýmis ummerki eru þó um að bræðralag þjóðanna vari eitthvað áfram því Kínverjar eru eftir sem áður mikilvægustu bandamenn Norður-Kóreu. Peking er í raun eina höfuðborgin þar sem Kim Jong-il getur treyst á pólitískan stuðning auk þess sem mikilvæg efnahagsleg aðstoð í formi matvælagjafa, orku og tækniaðstoðar við atvinnuuppbyggingu berst frá Kína. Norður-Kóreumenn eru á hinn bóginn landfræðilega mikilvægir bandamenn ríkisstjórnarinnar í Peking þar sem löndin liggja saman að hluta. Pólistískur og efnahagslegur stöðugleiki í Norður-Kóreu þjónar því beinum hagsmunum Kínverja þar sem efnahagslegt hrun og hugsanlegt fall kommúnistastjórnarinnar í Pjongjang gæti svipt Kínverja þeirri landfræðilegu hindrun sem Norður-Kórea gegnir gagnvart hernaðarlegum uppgangi Bandaríkjanna í Suðaustur-Asíu, en hernaðarsamvinna Bandaríkjamanna og Japana hefur eflst auk þess sem Bandaríkjamenn hafa talsvert herlið í Suður-Kóreu. Forgangsverkefni að koma í veg fyrir vígbúnaðarkapphlaup. Flestum þeim sem tjá sig um málið í Kína ber saman um að það sé forgangsverkefni í kínverskri utanríkisstefnu að halda Kóreuskaganum kjarnorkuvopnalausum þó ekki sé nema til að koma í veg fyrir hugsanlegt vígbúnaðarkapplaup í álfunni þar sem Suður-Kórea, Japan og jafnvel Taívan færu að keppast við að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Hins vegar er einnig mikilvægt fyrir þá að halda í mikilvægan bandamann í norðaustri, sem óneitanlega flækir málið. Það verður því fróðlegt að sjá hvernig Kínverjum tekst upp í yfirstandandi viðræðum og hvort þeim tekst að fá alla samningsaðila til að halda áfram á þeirri braut sem lagt var upp með í septembersamningnum, sem bersýnlega þjónar kínverskum hagsmunum best. Byggt á fréttum í Kína og fréttaskýringum. Sveinn Kjartan Einarsson. Erlent Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fleiri fréttir Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Sjá meira
Nýverið lauk þriggja daga opinberri heimsókn Hu Jintao, forseta alþýðulýðveldisins Kína, til Norður-Kóreu. Var þetta fyrsta heimsókn Hu til landsins eftir að hann tók við embætti. Yfirlýstur tilgangur heimsóknarinnar var að innsigla vináttu hinna gömlu bandamanna og kepptust þeir Kim Jong-il, forseti Norður-Kóreu, við að mæra samfélags- og efnahagshorfur beggja ríkja við hátíðlegar athafnir. Stjórnmálaskýrendur bæði austan hafs og vestan eru hins vegar sammála um að megintilgangur heimsóknarinnar hafi verið undirbúningur fyrirhugaðra kjarnorkuviðræðna ríkjanna sex, Bandaríkja Norður-Ameríku, Japans, Kína, Norður-Kóreu, Suður-Kóreu og Rússlands, sem nú standa yfir í Peking. Þá hefur heimsóknin hleypt nýju lífi í samsæriskenningar um samband Kína og Norður-Kóreu. Kínverska ríkisfréttastofan hélt því til dæmis fram að markmið Hu með heimsókninni hefði ekki einungis verið að tryggja að Norður-Kóreumenn mættu til viðræðnanna heldur hefði ferðin verið farin til að fá ríkisstjórnina í Pjongjang til að standa við samning þann sem Kínverjar lögðu fram og undirritaður var í Peking í september síðastliðnum. Sá samningur er almennt talinn marka þáttaskil varðandi kjarnorkuuppbyggingu á Kóreuskaganum. Septembersamningur við Norður-Kóreu Með samkomulaginu féllust Norður-Kóreumenn meðal annars á að hverfa frá áformum sínum um smíði kjarnorkuvopna, láta af hendi þau kjarnorkuvopn sem nú þegar eru til staðar í landinu og heimila eftirlitsmönnum frá Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni að koma til landsins í skiptum fyrir ýmiss konar efnahags- og þróunaraðstoð frá Bandaríkjunum og Japan. Suður-Kóreumenn héldu því fram að engin kjarnorkuvopn væru til staðar innan þeirra landamæra og Bandaríkjamenn sögðust ekki hafa uppi nein áform um að ráðast inn í Norður-Kóreu. Eftir undirritun samningsins hefur ríkisstjórnin í Pjongjang hins vegar gefið frá sér ýmsar yfirlýsingar sem ekki þykja lofa góðu um áframhaldandi samstarf. Viðskiptahagsmunir ýta undir stöðugleika Ljóst er að samband Kínverja og Norður-Kóreumanna er flóknara í dag en það var á árum áður, enda hafa þessar þjóðir verið að þróast hvor í sína áttina. Valdhafar í Peking hafa verið í klemmu um hvort þeim beri að styðja við bakið á bandamönnum sínum eða tryggja frið og stöðugleika á Kóreuskaganum. Með aukinni alþjóðlegri samvinnu hafa Kínverjar viljað sýna fulla ábyrgð í utanríkismálum og hafa því verið tregari til að taka undir þær kröfur Norður-Kóreumanna sem styggt geta vesturveldin auk þess sem viðskiptahagsmunir kalla á vinsamlegri samskipti við Bandaríkin og Suður-Kóreu. Ýmis ummerki eru þó um að bræðralag þjóðanna vari eitthvað áfram því Kínverjar eru eftir sem áður mikilvægustu bandamenn Norður-Kóreu. Peking er í raun eina höfuðborgin þar sem Kim Jong-il getur treyst á pólitískan stuðning auk þess sem mikilvæg efnahagsleg aðstoð í formi matvælagjafa, orku og tækniaðstoðar við atvinnuuppbyggingu berst frá Kína. Norður-Kóreumenn eru á hinn bóginn landfræðilega mikilvægir bandamenn ríkisstjórnarinnar í Peking þar sem löndin liggja saman að hluta. Pólistískur og efnahagslegur stöðugleiki í Norður-Kóreu þjónar því beinum hagsmunum Kínverja þar sem efnahagslegt hrun og hugsanlegt fall kommúnistastjórnarinnar í Pjongjang gæti svipt Kínverja þeirri landfræðilegu hindrun sem Norður-Kórea gegnir gagnvart hernaðarlegum uppgangi Bandaríkjanna í Suðaustur-Asíu, en hernaðarsamvinna Bandaríkjamanna og Japana hefur eflst auk þess sem Bandaríkjamenn hafa talsvert herlið í Suður-Kóreu. Forgangsverkefni að koma í veg fyrir vígbúnaðarkapphlaup. Flestum þeim sem tjá sig um málið í Kína ber saman um að það sé forgangsverkefni í kínverskri utanríkisstefnu að halda Kóreuskaganum kjarnorkuvopnalausum þó ekki sé nema til að koma í veg fyrir hugsanlegt vígbúnaðarkapplaup í álfunni þar sem Suður-Kórea, Japan og jafnvel Taívan færu að keppast við að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Hins vegar er einnig mikilvægt fyrir þá að halda í mikilvægan bandamann í norðaustri, sem óneitanlega flækir málið. Það verður því fróðlegt að sjá hvernig Kínverjum tekst upp í yfirstandandi viðræðum og hvort þeim tekst að fá alla samningsaðila til að halda áfram á þeirri braut sem lagt var upp með í septembersamningnum, sem bersýnlega þjónar kínverskum hagsmunum best. Byggt á fréttum í Kína og fréttaskýringum. Sveinn Kjartan Einarsson.
Erlent Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fleiri fréttir Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Sjá meira