Erlent

Með sólarrafhlöður á þakinu

Það hafa verið alls kyns vandræði með orkufyrirtækin í Kaliforníu undanfarin ár. Fjölskylda ein í ríkinu hefur litlar áhyggjur af því, enda keypti hún hús með sólarrafhlöðum á þakinu. Þær eru svo öflugar að rafmagnsreikningurinn er hreint hlægilegur og það sem meira er - þegar þau fara í frí eða nota sérlega lítið af rafmagni, þá snýst rafmagnsmælirinn í öfuga átt og býr til inneign hjá rafveitunni. Þetta virkar að sjálfsögðu sérlega vel í sólskinsríkinu sjálfu, en hönnuðir lofa enn öflugri rafhlöðum í nánustu framtíð sem geti nýst á stöðum þar sem sólin skín ekki jafn glatt og mikið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×