Erlent

Þrír handteknir vegna sprengjuárásanna

Unnið í rústum Radisson SAS hótelsins í dag.
Unnið í rústum Radisson SAS hótelsins í dag.

Að minnsta kosti þrír menn hafa verið handteknir vegna hryðjuverkaárásanna í Amman í Jórdaníu í gærkvöldi. Frekari upplýsingar um mennina hafa ekki fengist en Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, heimsækir borgina á morgun. Nú er ljóst að 56 manns létu lífið í árásunum, sem gerðar voru nánast samtímis á þrjú hótel í miðborg Amman. Hryðjuverkasamtökin al-Qaida í Írak hafa lýst ábyrgð á sprengjuárásunum og sögðu þær hafa verið gerðar þar sem Jórdanía sé bakgarður gyðinga og krossfara, óvina Miðausturlanda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×