56 létust í árásum al-Kaída 11. nóvember 2005 06:15 Reiði í Amman. Verkalýðsfélög skipulögðu mótmæli í Amman í gær og hrópuðu hundruð Jórdana ókvæðisorð að landa sínum, Abu Musab al-Zarqawi, leiðtoga al-Kaída í Írak, en samtökin kváðust hafa staðið fyrir tilræðunum. NordicPhotos/AFP Að minnsta kosti 56 manns fórust í sprengjutilræðunum þremur í Amman, höfuðborg Jórdaníu, í fyrrakvöld. Al-Kaída í Írak hefur lýst yfir ábyrgð á ódæðunum og segir þau framin til að refsa Jórdönum fyrir þýlyndi við Bandaríkjamenn. Sprengingarnar urðu nánast samtímis á þremur hótelum sem Vesturlandabúar gista gjarnan á, Radisson SAS, Grand Hyatt og Days Inn, um níuleytið á miðvikudagskvöld. Sprengjan á Radisson-hótelinu sprakk í sal þar sem 300 manna brúðkaupsveisla fór fram. Sérfræðingar segja að málmkúlulegur hafi verið settar í sprengjurnar til að valda sem mestu líkamstjóni. Í gær lá ljóst fyrir að í það minnsta 56 hefðu beðið bana í tilræðunum þremur. 33 þeirra sem dóu voru Jórdanar en hinir voru af ýmsum þjóðernum. "Við reiknum með að fleiri eigi eftir að látast af sárum sínum, að minnsta kosti tveir eru mjög alvarlega slasaðir," sagði Bassel Tarawnhe, talsmaður ríkisstjórnarinnar, í samtali við AP-fréttastofuna í gær. Á annað hundrað manns særðust í sprengingunum. Al-Kaída í Írak birti í gær yfirlýsingu á vefsíðu þar sem samtökin gumuðu af því að hafa staðið fyrir tilræðunum. Í yfirlýsingunni sagði að árásirnar hefðu verið gerðar þar sem Jórdanía "væri bakgarður fyrir óvini trúarinnar, gyðinga og krossfara...saurugur bólstaður svikaranna og hórdómsbæli". Í kjölfar yfirlýsingarinnar þusti talsverður fjöldi fólks út á götur höfuðborgarinnar og hrópaði ókvæðisorð að samtökunum og Abu Musab al-Zarqawi, leiðtoga þeirra, en hann er fæddur í Jórdaníu. "Megir þú brenna í víti, al-Zarqawi," hrópuðu sumir. "Við fórnum lífi okkar fyrir þig, Amman," kölluðu aðrir. Flestir þjóðarleiðtogar heims sendu Jórdönum samúðarkveðjur sínar og fordæmdu um leið hryðjuverkin. Slíkt hið sama gerðu forsvarsmenn alþjóðastofnana á borð við öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, Evrópusambandið og Atlantshafsbandalagið. Bush Bandaríkjaforseti sagði illvirkjana koma óorði á íslam og hét aðstoð ríkisstjórnar sinnar við að koma lögum yfir þá. Erlent Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fleiri fréttir Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Sjá meira
Að minnsta kosti 56 manns fórust í sprengjutilræðunum þremur í Amman, höfuðborg Jórdaníu, í fyrrakvöld. Al-Kaída í Írak hefur lýst yfir ábyrgð á ódæðunum og segir þau framin til að refsa Jórdönum fyrir þýlyndi við Bandaríkjamenn. Sprengingarnar urðu nánast samtímis á þremur hótelum sem Vesturlandabúar gista gjarnan á, Radisson SAS, Grand Hyatt og Days Inn, um níuleytið á miðvikudagskvöld. Sprengjan á Radisson-hótelinu sprakk í sal þar sem 300 manna brúðkaupsveisla fór fram. Sérfræðingar segja að málmkúlulegur hafi verið settar í sprengjurnar til að valda sem mestu líkamstjóni. Í gær lá ljóst fyrir að í það minnsta 56 hefðu beðið bana í tilræðunum þremur. 33 þeirra sem dóu voru Jórdanar en hinir voru af ýmsum þjóðernum. "Við reiknum með að fleiri eigi eftir að látast af sárum sínum, að minnsta kosti tveir eru mjög alvarlega slasaðir," sagði Bassel Tarawnhe, talsmaður ríkisstjórnarinnar, í samtali við AP-fréttastofuna í gær. Á annað hundrað manns særðust í sprengingunum. Al-Kaída í Írak birti í gær yfirlýsingu á vefsíðu þar sem samtökin gumuðu af því að hafa staðið fyrir tilræðunum. Í yfirlýsingunni sagði að árásirnar hefðu verið gerðar þar sem Jórdanía "væri bakgarður fyrir óvini trúarinnar, gyðinga og krossfara...saurugur bólstaður svikaranna og hórdómsbæli". Í kjölfar yfirlýsingarinnar þusti talsverður fjöldi fólks út á götur höfuðborgarinnar og hrópaði ókvæðisorð að samtökunum og Abu Musab al-Zarqawi, leiðtoga þeirra, en hann er fæddur í Jórdaníu. "Megir þú brenna í víti, al-Zarqawi," hrópuðu sumir. "Við fórnum lífi okkar fyrir þig, Amman," kölluðu aðrir. Flestir þjóðarleiðtogar heims sendu Jórdönum samúðarkveðjur sínar og fordæmdu um leið hryðjuverkin. Slíkt hið sama gerðu forsvarsmenn alþjóðastofnana á borð við öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, Evrópusambandið og Atlantshafsbandalagið. Bush Bandaríkjaforseti sagði illvirkjana koma óorði á íslam og hét aðstoð ríkisstjórnar sinnar við að koma lögum yfir þá.
Erlent Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fleiri fréttir Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Sjá meira