Erlent

Frumvarpið verður mildað

Danska ríkisstjórnin íhugar nú breytingar á frumvarpi um varnir gegn hryðjuverkum. Í frétt Berlingske Tidende segir að þetta sé gert í kjölfar niðurstöðu breska þingsins um að fella sams konar frumvarp þar í landi. Talið er líklegt að heimildir til símahlerana og myndbandsupptöku á opinberum stöðum verði ekki eins rúmar og upphaflega var gert ráð fyrir. Frumvarpið hefur töluvert verið gagnrýnt í Danmörku, ekki síst af þingmönnum ríkisstjórnarflokkanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×