Erlent

Stór hluti Janköping enn lokaður eftir rán

Enn er stór hluti Janköping í Mið-Svíþjóð lokaður af eftir rán sem framið var í morgun á peningageymslu Securitas. Vélmenni sprengjuleitarsveitar lögreglunnar eru nú að kanna hvort sprengja sé í bíl ræningjanna sem fannst við ránsstaðinn.

Samkvæmt Securitas munu öryggisverðir þeirra ekki hafa verið læstir inni af ræningjunum eins og talið var í upphafi heldur lokað sig af í samræmi við öryggisreglur. Securitas segir mennina hafa komist yfir óverulega fjárupphæð. Leitin af ræningjunum hefur ekki enn skilað árangri þrátt fyrir víðtæka leit lögreglu.

Sérsveit sem sett var á fót eftir rán síðustu viku, þegar peningafluttningabíll var rændur, hefur ekki verið kölluð til. Lögreglan í Janköping hefur þó fengið aðstoð frá nálægum umdæmum, meðal annars þyrlur sem notaðar eru við leitina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×