Erlent

Lögregla í París býr sig undir helgina

Franskir lögreglumenn á vakt í Nice í gærkvöld.
Franskir lögreglumenn á vakt í Nice í gærkvöld. MYND/AP

Lögreglan í París sig nú undir helgina en talið er að framvinda óeirðanna næstu tvo sólarhringa muni gefa vísbendingu um þróun mála. Óeirðirnar hafa nú staðið í tvær vikur en nokkuð hefur dregið úr þeim undanfarna daga, sem meðal annars er rakið til þess að sveitastjórnir hafa beitt útgöngubanni.

Frakkar fagna í dag vopnahlésdeginum en hann markar endalok fyrri heimsstyrjaldarinnar. Lögreglan leggur því áherslu á að tryggja svæði þar sem ungimenni hafa að jafnaði safnast saman um helgar.

Þrátt fyrir að dregið hafi úr óeirðum í nótt var kveikt í nokkrum bílum en mun færri en fyrri nætur. Dómstólar í norðausturhluta Parísar hafa vart undan að rétta í málum óeirðarseggjanna. Umþaðbil sextíu mál tengd óeirðunum koma fyrir dómstóla á hverjum degi. Mannréttindahópar hafa varað við því að þessi hröðu réttarhöld geti aukið á reiði óeirðarseggjanna sem finnast þeir vanræktir í samfélaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×