Erlent

Óku inn í peningageymslu í Janköping

Bíræfnir ræningar óku bíl á fullri ferð inn í peningageymslu Securitas í Janköping, austur af Gautaborg, í Svíþjóð snemma í morgun og byrjuðu á að læsa fjóra öryggisverði inni. Eftir að hafa safnað fjármunum saman hurfu þeir á braut og hefur lögregla fundið bíl sem talið er að þeir hafi notað til undankomunnar, en ræningjarnir eru ófundnir.

Grunur leikur á að sprengiefni sé í bílnum og hefur lögregla girt af stórt svæði umhverfis hann og rýmt háskólann í borginni, sem er þar í grennd. Geymnslan, þar sem þeir fóru ránshendi um, var áður aðalpeningageymsla sænska Seðlabankans.

Aðeins er vika síðan ræningjar rændu miklum fjármunum úr peningaflutningabíl fyrir utan Gautaborg með því að sprengja úr honum hliðina. Það rán þótti óvenju bíræfið og vel skipulagt líkt og ránið í morgun. Þeir sem þar voru að verki eru líka ófundnir og gætu þess vegna verið þeir sömu og voru að verki í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×