Erlent

Sýrlendingar munu starfa með rannsóknarnefnd S.þ.

Sýrlendingar munu starfa með rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna sem á að rannsaka morðið á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons. Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, greindi frá þessu en kvaðst ekki telja að þetta myndi nægja til að þrýstingi og gagnrýni á stjórnvöld í Damaskus linnti. Sýrland myndi heldur ekki fórna þjóðaröryggi sínu og stöðugleika innan lands til að friðþægja Vesturlönd. Hann gagnrýndi jafnframt stjórnmálaleiðtoga í Líbanon og sakaði þá um að búa til samsæriskenningar til að grafa undan Sýrlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×