Erlent

Færeyingar láta kanna meint fangaflug í sinni lofthelgi

MYND/AP

Færeyingar hafa nú bæst í hóp þeirra þjóða sem áhyggjur hafa af meintu fangaflugi bandarísku leyninþjónustunnar. Joannes Eidesgaard, lögmaður Færeyja, hefur beðið dönsk yfirvöld að kanna hvort CIA hafi misnotað færeyska lofthelgi og flogið yfir lofthelgi eyjanna með grunaða hryðjuverkamenn í leynifangelsi þar sem þeir eru pyntaðir.

Komið hefur í ljós að hinar meintu fangaflutningavélar hafa bæði farið um danska og íslenska lofthelgi og hafa yfirvöld í löndunum báðum sent bandarískum stjórnvöldum fyrirspurn um málið. Danska blaðið Politiken hefur eftir utanríkisráðherra Danmerkur, Per stig Möller, að samgönguráðherra landsins sé þegar farinn að rannsaka málið fyrir Færeyinga, en þess má geta að bandarísk stjórnvöld hafa hvorki játað né neitað að þau starfræki leynifangelsi í löndum þar sem pyntingar eru leyfðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×