Erlent

Flugmaðurinn hafði millilent

Flugvellinum í Karlstad í Svíþjóð var lokað um hádegisbilið í gær þar sem maður var grunaður um sjálfsmorðssprengjuárás. Maður sást á vappi með nokkrar töskur nálægt flugturninum og var strax hringt úr síma flugmálastjórnarinnar á vellinum í lögregluna. Flugstöðin var rýmd, flugvellinum var lokað og björgunarsveitin mætti á staðinn meðan lögreglan rannsakaði svæðið. Engin sprengja fannst enda kom í ljós að um var að ræða flugmann sem hafi millilent á flugvellinum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×