Erlent

Banvænn stofn fuglaflensu í Kúveit

H5N1-veiran hefur fundist í að minnsta kosti einum þeirra fugla sem fundust dauðir í Kúveit í vikunni en þetta er fyrsta tilfelli fuglaflensunnar, sem vitað er um, við Persaflóann. Þá fannst H5N2-afbrigði flensunnar í öðrum fugli sem var fálki og var í sóttkví í Kúveit.

Hundruð millljónum fugla hefur verið fargað víðs vegar um heiminn til að koma í veg fyrir útbreiðslu fuglaflensuveirunnar en yfir 60 manns hafa látist af völdum hennar. Þá eru yfir 120 manns smitaðir. Enn segja heilbrigðisráðherrar Evrópusambandsríkjanna hættuna á alheimsfaraldir litla og að vandamálið sé og muni verða aðallega í Asíu á meðan Bandaríkjamenn hafa sagt veirunar mestu ógn við líf og heilsu manna á jörðinni í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×