Erlent

Stefnir í sigur Johnson-Sirleaf í Líberíu

Útlit er fyrir að Ellen Johnson-Sirleaf verði næsti forseti Líberíu, en þegar tveir þriðju atkvæða hafa verið talin hefur hún fengið 56 prósent atkvæða en andstæðingur hennar, fyrrverandi knattspyrnumaðurinn George Weah, 44 prósent.

Weah hefur sakað kjörstjórn landsins um svindl á kjörstöðum en erftirlitsmenn á vegum Sameinuðu þjóðanna segir kosningarnar á þriðjudag hafa verið frjálsar og gegnsæjar. Endanlegrar niðurstöðu er ekki að vænta fyrr en eftir nokkra daga en ef fram fer sem horfir verður Ellen Johnson-Sirleaf fyrsta konan til að gegna embætti þjóðarleiðtoga í Afríku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×