Fleiri fréttir Skotbardagi á Indlandi Indverskar öryggissveitir skutu í morgun fimm vopnaða menn til bana. Mennirnir fimm réðust í morgun ásamt fleirum inn í bænahús hindúa og múslima vopnaðir byssum. Lögreglan kom þegar á staðinn og til skotbardaga kom. Honum lauk fljótlega með fyrrgreindum afleiðingum. 5.7.2005 00:01 Sjálfsíkveikja í Búkarest Heimilislaus maður kveikti í sér fyrir framan fjölmiðlafyrirtæki í miðbæ Búkarest, höfuðborg Rúmeníu í dag. Maðurinn klifraði upp í tré og sprautaði málningarþynni yfir sig, kveikti síðan í sér og datt úr trénu. 5.7.2005 00:01 Skotið að bíl í Bagdad Skotið var að bifreið sendiráðs Rússlands í Írak í dag. Tveir embættismenn voru í bílnum en hvorugan þeirra sakaði. Upplýsingafulltrúi sendiráðsins sagði á fréttamannafundi að skotárásinni hafi ekki verið beint sérstaklega að bifreiðinni, heldur skutu uppreisnarmenn á allt sem hreyfðist. 5.7.2005 00:01 Varað við of mikilli bjartsýni Leiðtogafundur G8-ríkjanna hefst í Skotlandi í dag. Forystumenn Afríkuríkja skora á starfsbræður sína á Vesturlöndum til að standa við yfirlýsingar sínar en Gordon Brown varar við of mikilli bjartsýni. 5.7.2005 00:01 Sendiherrar múslimaríkja skotmörk Uppreisnarmenn í Írak hafa fundið sér ný skotmörk í baráttu sinni, erindreka annarra múslimaríkja sem starfa í landinu. Þeir hyggjast þar með fæla trúbræður sína frá því að mynda tengsl við ríkisstjórn Íraks sem starfar í skjóli bandarískrar herverndar. 5.7.2005 00:01 45.000 manna herlið á Gaza Stjórnvöld í Ísrael búa sig undir að taka landnema á Gaza-ströndinni föstum tökum meðan á brottflutningi þeirra frá svæðinu stendur. 5.7.2005 00:01 Í mál við Abramovich Boris Berezovsky, rússneski auðkýfingurinn sem komst í ónáð hjá Vladimir Pútín Rússlandsforseta og fékk pólitískt hæli í Bretlandi, hyggst stefna rússneska athafnamanninum Roman Abramovich, eiganda knattspyrnuliðsins Chelsea. 5.7.2005 00:01 Staðsetning ræðst í dag Í dag mun Alþjóðaólympíunefndin greina frá því hvar Ólympíuleikarnir verða haldnir árið 2012. Fundur nefndarinnar fer fram í Singapúr og af því tilefni hefur fjöldi áhrifamanna haldið þangað til að auka möguleika sinna borga. 5.7.2005 00:01 Herinn burt Leiðtogar Rússlands, Kína og fyrrum Sovétlýðvelda í Mið-Asíu samþykktu ályktun á fundi sínum í Kasakstan í gær þar sem skorað var á bandarísk stjórnvöld að draga herlið sitt frá Úsbekistan og Kirgisistan eins fljótt og auðið er. 5.7.2005 00:01 Hútúar unnu kosningarnar Flokkur uppreisnarmanna virðist hafa unnið meirihluta í þingkosningunum í Afríkuríkinu Búrúndí, þeim fyrstu sem haldnar hafa verið í landinu í tólf ár. 5.7.2005 00:01 Hryðjuverki afstýrt Bosnísk lögregluyfirvöld skýrðu frá því í gær að talsvert magn sprengiefna hefði fundist á minningarreit um fjöldamorðin í Srebrenica en þar fer fjölmenn athöfn fram í næstu viku. 5.7.2005 00:01 Minnismerki tekin niður Verkamenn hófu í gær að taka niður 1.067 krossa á mörkum Austur- og Vestur-Berlínar sem settir höfðu verið niður til minningar um þá sem féllu fyrir kúlum austur-þýskra landamæravarða á tímum kalda stríðsins. 5.7.2005 00:01 Bretar æfir vegna ummæla Chiracs Það er ekki hægt að treysta fólki sem eldar óætan mat, segir Jacques Chirac, forseti Frakklands. Yfirlýsingar hans um breska matargerð hafa valdið úlfúð og uppnámi á Bretlandi - og raunar líka Finnlandi, því þar er maturinn ennþá verri að mati Chiracs. 5.7.2005 00:01 Uppreisnarmenn skotnir til bana Sex íslamskir uppreisnarmenn týndu lífi í umsátri eftir að hafa ráðist inn í hindúamusteri á Norður-Indlandi í gær . 5.7.2005 00:01 Dani hótaði Bush Þrítugur Dani hefur verið úrskurðaður í sex daga gæsluvarðhald fyrir að hafa sent George Bush Bandaríkjaforseta líflátshótun. 5.7.2005 00:01 Sænskt morðmál til lykta leitt Eitt óhugnanlegasta morðmál Svíþjóðar á síðari árum virðist nú hafa verið til lykta leitt. Um er að ræða tvö morð sem framin voru á Skáni í Suður-Svíþjóð árið 1989. Þá var hinni tíu ára gömlu Helén Nilsson rænt og nauðgað á hrottafenginn hátt áður en hún var myrt með barsmíðum. 5.7.2005 00:01 Fleiri við gæslu en að mótmæla Um 200 mótmælendur gengu um götur Kaupmannahafnar í gær og mótmæltu komu George Bush til landsins. Mótmælendurnir voru svartklæddir og gengu um með skilti þar sem Bush var tjáð að hann væri óvelkominn. Einn var handtekinn fyrir að brenna bandaríska fánann. 5.7.2005 00:01 Bush vill ekki nýjan Kyoto samning Bandaríkjamenn munu ekki semja um að draga úr gróðurhúsa lofttegundum á fundi leiðtoga G átta iðnríkjanna, sem hefst í Skotlandi á miðvikudaginn. Þetta sagði George Bush Bandaríkjaforseti í viðtali við breska sjónvarpsstöð í gær. 4.7.2005 00:01 Læknar í Bretlandi lélegir í ensku Lífi sjúklinga í Bretlandi er stefnt í hættu, vegna slakrar enskukunnáttu mörg þúsund lækna í landinu, að mati forsvarsmanna bresku læknasamtakanna. Læknar sem koma úr löndum utan Evrópusambandsins þurfa að sýna fram á góða enskukunnáttu til þess að fá að starfa í löndum Evrópu. 4.7.2005 00:01 Vel heppnaður árekstur Árekstur lítils geimfars við halastjörnu á stærð við Manhattan-eyju í morgun gæti veitt vísbendingar um upphaf lífs á Jörðinni. 4.7.2005 00:01 Rán á sendiherra veikir samskipti Ránið á sendiherra Egyptalands í Írak um helgina mun hafa veruleg áhrif á samskipti Íraka við aðrar Arabaþjóðir að mati írakskra stjórnmálamanna. 4.7.2005 00:01 Öflugt neðansjávareldgos Öflugt neðansjávareldgos virðist hafa orðið undan ströndum Japans um helgina. Rúmlega þúsund metra reykmökkur hefur undanfarna daga stígið upp úr kyrrahafinu nærri eyjunni Iwo Jima og telja sérfræðingar að eldgos undir sjávarmáli sé ástæða reyksins. 4.7.2005 00:01 Veikri fjölskyldu vísað úr landi Flóttamálaráðherra Danmerkur, Rikke Hvilshöj, ætlar sjálf að hlutast til um að geðsjúkri fjölskyldu verði vísað úr landi og send til síns heims, í Kosovo. Danskir fjölmiðlar greina frá þessu og vekja athygli á því að Danmörk sé samkvæmt reglum Sameinuðu þjóðanna skuldbundin til að vísa ekki geðsjúkum úr landi geti þeir ekki hlotið viðeigandi meðferð í heimalandi sínu. 4.7.2005 00:01 Ariel Sharon í hættu Hætta er á að öfgamenn úr röðum þjóðernissinna reyni að ráða Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, af dögum, að mati Moshe Katsavs, forseta Ísraels. Hann telur að hörð andstaða rabbína í landnemabyggðum gyðinga á svæðum Palestínumanna geti aukið hörkuna í þjóðernissinnum enn frekar. 4.7.2005 00:01 Brúðkaupi bjargað með farsímum Indverskir elskendur sem ætluðu að halda brúðkaup sitt í Bombei um helgina, létu það ekki aftra sér að brúðguminn komst ekki til athafnarinnar í tæka tíð vegna mikilla flóða og vegaskemmda á leiðinni til Bombei. 4.7.2005 00:01 Bush varar Blair við væntingum Tony Blair ætti ekki að búast við neinum greiðum á fundi leiðtoga stærstu iðnríkja heims. Þetta segir George Bush og segir stuðning Blairs við Íraksstríðið alls ekki þýða að hann fái eitthvað í staðinn. 4.7.2005 00:01 Mikil spenna í Edinborg Mikil spenna ríkir í Edinborg þar sem þúsundir mótmælenda hafa komið saman til að mótmæla fundi leiðtoga G-8 ríkjanna, átta helstu iðnríkja heims. 4.7.2005 00:01 Bush um væntanleg fundarefni Tony Blair græddi ekkert á því að styðja Bush Bandaríkjaforseta í Íraksstríðinu. Nú, þegar Blair vill innheimta greiðann, segir Bush ekkert slíkt koma til greina. 4.7.2005 00:01 Mótmæli í Gleneagle Það eru ekki einungis þjóðarleiðtogar sem mættir eru í Gleneagles í Skotlandi: Þar eru þúsundir mótmælenda einnig á ferð. Lögreglu lenti saman við fylgifiska þeirra, stjórnleysingja og andstæðinga hnattvæðingar. 4.7.2005 00:01 Ástandið í Angóla Niðurfelling skulda er eitt umræðuefnið á fundinum í Gleneagles. Eitt þeirra ríkja sem græða myndu á niðurfellingu skulda er Angóla. Í Lúanda búa fjórar milljónir, en borgin var bara byggð fyrir fjögur hundruð þúsund. 4.7.2005 00:01 Fundu 40.000 ára gömul fótspor Breskir vísindamenn telja sig hafa fundið sönnun þess að fyrstu mennirnir hafi verið komnir til Ameríku fyrir 40 þúsund árum, það er 26.500 árum fyrr en hingað til hefur verið talið. 4.7.2005 00:01 Grundvallarmálin í Gleneagles Upptakturinn að leiðtogafundi sjö helstu iðnríkja heims og Rússlands hefur verið í lengra lagi og vakið nánast meiri athygli en sjálfur fundurinn. Á morgun koma leiðtogarnir loks saman í Gleneagles og taka ákvarðanir sem gætu haft veruleg áhrif á líf stórs hluta heimsbyggðarinnar. Málin í brennidepli eru aðstoð við fátækustu ríki og hlýnun jarðar. 4.7.2005 00:01 Sendiherra Egyptalands rænt í Írak Sendiherra Egyptalands í Írak var rænt í gærkvöldi. Fréttastofa Reuters hefur þetta eftir egypskum sendiráðsstarfsmanni en hann segir sendiherrann hafa verið að kaupa dagblað úti á götu þegar tvær BMW-bifreiðar, fullar af vopnuðum mönnum, hafi rennt upp að honum og numið hann á brott. 3.7.2005 00:01 19 námamenn látast í Kína Nítján námamenn létust þegar gassprenging varð í ólöglegri kolanámu í Shanxi í norðvesturhluta Kína. 34 menn höfðu lokast inni í sprengingu í gær, fjórum tókst að komast út og ellefu var bjargað, en þeir nítján sem eftir voru létu lífið í annarri sprengingu í morgun. 3.7.2005 00:01 Gonzales kom óvænt til Íraks Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Alberto Gonzales, kom í óvænta heimsókn til Íraks í morgun. Ráðherrann mun eiga fund við embættismenn írakska dómsmálaráðuneytisins og aðra ráðamenn í Bagdad að sögn talsmanns bandaríska sendiráðsins í borginni. Einnig mun hann að líkindum ræða við forsætisráðherra Íraks, Ibrahim al-Jaafari. 3.7.2005 00:01 Mikið neðansjávargos virðist hafið Mikið neðansjávargos virðist hafið skammt frá japönsku eyjunni Iwo Jima. Starfsmenn japönsku landhelgisgæslunnar sáu gufustrók rísa upp úr sjónum í gær og í könnunarflugi kom í ljós að hann náði kílómetra upp í loftið og vatnið virtist rauðleitt þar sem strókurinn kom upp. 3.7.2005 00:01 Sungið að nýju í dönskum skólum Leiðtogar danska Þjóðarflokksins ætla að senda fulltrúum sínum í sveitarstjórnum beiðni um að þeir beiti sér fyrir því að morgunsöngur verði tekinn upp að nýju í dönskum grunnskólum. 3.7.2005 00:01 Mannránið hefndaraðgerð? Talið er að ránið á sendiherra Egyptalands í Írak í gærkvöldi hafi verið hefndaraðgerð. Hann hafði aðeins verið nokkrar vikur í starfi. 3.7.2005 00:01 Ungmenni selja klámmyndir af sér Nokkur ungmenni í Noregi hafa verið staðin að því undanfarið að setja myndir af sér í kynferðislegum athöfnum á Netið, gegn greiðslu. Talsmaður barnaverndunarráðs þar í landi segir þetta ekki geta flokkast undir neitt annað en vændi. Margir unglinganna sem um ræðir eru undir lögaldri. 3.7.2005 00:01 Páfi vongóður um fund G8 Benedikt páfi segist vona að fundur leiðtoga G8-ríkjanna, stærstu iðnríkja heims, í næstu viku muni verða til þess að gripið verði til árangursríkra aðgerða til að sporna við fátækt og hungri í heiminum, sérstaklega í Afríku. Þetta kom fram í vikulegri predikun hans á St. Péturstorgi í dag. 3.7.2005 00:01 Þrjár sprengjur sprungu í Pristina Þrjár sprengjur sprungu í miðborg Pristina í Kosovo í nótt. Sprengjurnar sprungu nær samtímis við húsnæði Sameinuðu þjóðanna, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu og héraðsstjórnarinnar. 3.7.2005 00:01 Asíuljón drukknuðu Yfir sjö þúsund þorp hafa verið rýmd og 176 þúsund eru heimilislausir í Indlandi eftir flóð vegna monsúnvindsins í Suður-Asíu. Að minnsta kosti 131 dó í gær auk þess sem sem eitt asíuljón fannst dautt eftir að hafa drukknað, en einungis 358 slík ljón eru þá eftir í heiminum. 3.7.2005 00:01 Bandarískur njósnari slapp Bandarískum njósnara tókst að komast undan óvinum sínum í austurhluta Afganistan. Maðurinn er hluti sérsveitarhóps sem hefur verið týndur síðan á þriðjudaginn, samkvæmt fréttastofu CNN. 3.7.2005 00:01 Flugeldasýning í geimnum Bandaríska geimvísindastofnunin NASA stendur fyrir flugeldasýningu í geimnum í dag, þjóðhátíðardag Bandaríkjanna, ef allt gengur eftir. Mörgum finnst verkefnið minna meira á söguþráð í kvikmynd en alvöru rannsóknir en það snýst um að mannlaust skeyti á 431 milljón kílómetra hraða rekist á halastjörnu og brýtur á hana gat. 3.7.2005 00:01 Íranir vara Evrópubúa við áróðri Íran hefur varað Evrópubúa við því að falla í gildru Bandaríkjamanna og fordæma Ahmadinejad, nýkjörinn forseta landsins. Síðustu daga hafa birst fjölmargar fréttir sem tengja forsetann við gíslatökuna í Tehran árið 1979, þegar stúdentar tóku yfir sendiráð Bandaríkjanna og héldu gíslum í 444 daga. 3.7.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Skotbardagi á Indlandi Indverskar öryggissveitir skutu í morgun fimm vopnaða menn til bana. Mennirnir fimm réðust í morgun ásamt fleirum inn í bænahús hindúa og múslima vopnaðir byssum. Lögreglan kom þegar á staðinn og til skotbardaga kom. Honum lauk fljótlega með fyrrgreindum afleiðingum. 5.7.2005 00:01
Sjálfsíkveikja í Búkarest Heimilislaus maður kveikti í sér fyrir framan fjölmiðlafyrirtæki í miðbæ Búkarest, höfuðborg Rúmeníu í dag. Maðurinn klifraði upp í tré og sprautaði málningarþynni yfir sig, kveikti síðan í sér og datt úr trénu. 5.7.2005 00:01
Skotið að bíl í Bagdad Skotið var að bifreið sendiráðs Rússlands í Írak í dag. Tveir embættismenn voru í bílnum en hvorugan þeirra sakaði. Upplýsingafulltrúi sendiráðsins sagði á fréttamannafundi að skotárásinni hafi ekki verið beint sérstaklega að bifreiðinni, heldur skutu uppreisnarmenn á allt sem hreyfðist. 5.7.2005 00:01
Varað við of mikilli bjartsýni Leiðtogafundur G8-ríkjanna hefst í Skotlandi í dag. Forystumenn Afríkuríkja skora á starfsbræður sína á Vesturlöndum til að standa við yfirlýsingar sínar en Gordon Brown varar við of mikilli bjartsýni. 5.7.2005 00:01
Sendiherrar múslimaríkja skotmörk Uppreisnarmenn í Írak hafa fundið sér ný skotmörk í baráttu sinni, erindreka annarra múslimaríkja sem starfa í landinu. Þeir hyggjast þar með fæla trúbræður sína frá því að mynda tengsl við ríkisstjórn Íraks sem starfar í skjóli bandarískrar herverndar. 5.7.2005 00:01
45.000 manna herlið á Gaza Stjórnvöld í Ísrael búa sig undir að taka landnema á Gaza-ströndinni föstum tökum meðan á brottflutningi þeirra frá svæðinu stendur. 5.7.2005 00:01
Í mál við Abramovich Boris Berezovsky, rússneski auðkýfingurinn sem komst í ónáð hjá Vladimir Pútín Rússlandsforseta og fékk pólitískt hæli í Bretlandi, hyggst stefna rússneska athafnamanninum Roman Abramovich, eiganda knattspyrnuliðsins Chelsea. 5.7.2005 00:01
Staðsetning ræðst í dag Í dag mun Alþjóðaólympíunefndin greina frá því hvar Ólympíuleikarnir verða haldnir árið 2012. Fundur nefndarinnar fer fram í Singapúr og af því tilefni hefur fjöldi áhrifamanna haldið þangað til að auka möguleika sinna borga. 5.7.2005 00:01
Herinn burt Leiðtogar Rússlands, Kína og fyrrum Sovétlýðvelda í Mið-Asíu samþykktu ályktun á fundi sínum í Kasakstan í gær þar sem skorað var á bandarísk stjórnvöld að draga herlið sitt frá Úsbekistan og Kirgisistan eins fljótt og auðið er. 5.7.2005 00:01
Hútúar unnu kosningarnar Flokkur uppreisnarmanna virðist hafa unnið meirihluta í þingkosningunum í Afríkuríkinu Búrúndí, þeim fyrstu sem haldnar hafa verið í landinu í tólf ár. 5.7.2005 00:01
Hryðjuverki afstýrt Bosnísk lögregluyfirvöld skýrðu frá því í gær að talsvert magn sprengiefna hefði fundist á minningarreit um fjöldamorðin í Srebrenica en þar fer fjölmenn athöfn fram í næstu viku. 5.7.2005 00:01
Minnismerki tekin niður Verkamenn hófu í gær að taka niður 1.067 krossa á mörkum Austur- og Vestur-Berlínar sem settir höfðu verið niður til minningar um þá sem féllu fyrir kúlum austur-þýskra landamæravarða á tímum kalda stríðsins. 5.7.2005 00:01
Bretar æfir vegna ummæla Chiracs Það er ekki hægt að treysta fólki sem eldar óætan mat, segir Jacques Chirac, forseti Frakklands. Yfirlýsingar hans um breska matargerð hafa valdið úlfúð og uppnámi á Bretlandi - og raunar líka Finnlandi, því þar er maturinn ennþá verri að mati Chiracs. 5.7.2005 00:01
Uppreisnarmenn skotnir til bana Sex íslamskir uppreisnarmenn týndu lífi í umsátri eftir að hafa ráðist inn í hindúamusteri á Norður-Indlandi í gær . 5.7.2005 00:01
Dani hótaði Bush Þrítugur Dani hefur verið úrskurðaður í sex daga gæsluvarðhald fyrir að hafa sent George Bush Bandaríkjaforseta líflátshótun. 5.7.2005 00:01
Sænskt morðmál til lykta leitt Eitt óhugnanlegasta morðmál Svíþjóðar á síðari árum virðist nú hafa verið til lykta leitt. Um er að ræða tvö morð sem framin voru á Skáni í Suður-Svíþjóð árið 1989. Þá var hinni tíu ára gömlu Helén Nilsson rænt og nauðgað á hrottafenginn hátt áður en hún var myrt með barsmíðum. 5.7.2005 00:01
Fleiri við gæslu en að mótmæla Um 200 mótmælendur gengu um götur Kaupmannahafnar í gær og mótmæltu komu George Bush til landsins. Mótmælendurnir voru svartklæddir og gengu um með skilti þar sem Bush var tjáð að hann væri óvelkominn. Einn var handtekinn fyrir að brenna bandaríska fánann. 5.7.2005 00:01
Bush vill ekki nýjan Kyoto samning Bandaríkjamenn munu ekki semja um að draga úr gróðurhúsa lofttegundum á fundi leiðtoga G átta iðnríkjanna, sem hefst í Skotlandi á miðvikudaginn. Þetta sagði George Bush Bandaríkjaforseti í viðtali við breska sjónvarpsstöð í gær. 4.7.2005 00:01
Læknar í Bretlandi lélegir í ensku Lífi sjúklinga í Bretlandi er stefnt í hættu, vegna slakrar enskukunnáttu mörg þúsund lækna í landinu, að mati forsvarsmanna bresku læknasamtakanna. Læknar sem koma úr löndum utan Evrópusambandsins þurfa að sýna fram á góða enskukunnáttu til þess að fá að starfa í löndum Evrópu. 4.7.2005 00:01
Vel heppnaður árekstur Árekstur lítils geimfars við halastjörnu á stærð við Manhattan-eyju í morgun gæti veitt vísbendingar um upphaf lífs á Jörðinni. 4.7.2005 00:01
Rán á sendiherra veikir samskipti Ránið á sendiherra Egyptalands í Írak um helgina mun hafa veruleg áhrif á samskipti Íraka við aðrar Arabaþjóðir að mati írakskra stjórnmálamanna. 4.7.2005 00:01
Öflugt neðansjávareldgos Öflugt neðansjávareldgos virðist hafa orðið undan ströndum Japans um helgina. Rúmlega þúsund metra reykmökkur hefur undanfarna daga stígið upp úr kyrrahafinu nærri eyjunni Iwo Jima og telja sérfræðingar að eldgos undir sjávarmáli sé ástæða reyksins. 4.7.2005 00:01
Veikri fjölskyldu vísað úr landi Flóttamálaráðherra Danmerkur, Rikke Hvilshöj, ætlar sjálf að hlutast til um að geðsjúkri fjölskyldu verði vísað úr landi og send til síns heims, í Kosovo. Danskir fjölmiðlar greina frá þessu og vekja athygli á því að Danmörk sé samkvæmt reglum Sameinuðu þjóðanna skuldbundin til að vísa ekki geðsjúkum úr landi geti þeir ekki hlotið viðeigandi meðferð í heimalandi sínu. 4.7.2005 00:01
Ariel Sharon í hættu Hætta er á að öfgamenn úr röðum þjóðernissinna reyni að ráða Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, af dögum, að mati Moshe Katsavs, forseta Ísraels. Hann telur að hörð andstaða rabbína í landnemabyggðum gyðinga á svæðum Palestínumanna geti aukið hörkuna í þjóðernissinnum enn frekar. 4.7.2005 00:01
Brúðkaupi bjargað með farsímum Indverskir elskendur sem ætluðu að halda brúðkaup sitt í Bombei um helgina, létu það ekki aftra sér að brúðguminn komst ekki til athafnarinnar í tæka tíð vegna mikilla flóða og vegaskemmda á leiðinni til Bombei. 4.7.2005 00:01
Bush varar Blair við væntingum Tony Blair ætti ekki að búast við neinum greiðum á fundi leiðtoga stærstu iðnríkja heims. Þetta segir George Bush og segir stuðning Blairs við Íraksstríðið alls ekki þýða að hann fái eitthvað í staðinn. 4.7.2005 00:01
Mikil spenna í Edinborg Mikil spenna ríkir í Edinborg þar sem þúsundir mótmælenda hafa komið saman til að mótmæla fundi leiðtoga G-8 ríkjanna, átta helstu iðnríkja heims. 4.7.2005 00:01
Bush um væntanleg fundarefni Tony Blair græddi ekkert á því að styðja Bush Bandaríkjaforseta í Íraksstríðinu. Nú, þegar Blair vill innheimta greiðann, segir Bush ekkert slíkt koma til greina. 4.7.2005 00:01
Mótmæli í Gleneagle Það eru ekki einungis þjóðarleiðtogar sem mættir eru í Gleneagles í Skotlandi: Þar eru þúsundir mótmælenda einnig á ferð. Lögreglu lenti saman við fylgifiska þeirra, stjórnleysingja og andstæðinga hnattvæðingar. 4.7.2005 00:01
Ástandið í Angóla Niðurfelling skulda er eitt umræðuefnið á fundinum í Gleneagles. Eitt þeirra ríkja sem græða myndu á niðurfellingu skulda er Angóla. Í Lúanda búa fjórar milljónir, en borgin var bara byggð fyrir fjögur hundruð þúsund. 4.7.2005 00:01
Fundu 40.000 ára gömul fótspor Breskir vísindamenn telja sig hafa fundið sönnun þess að fyrstu mennirnir hafi verið komnir til Ameríku fyrir 40 þúsund árum, það er 26.500 árum fyrr en hingað til hefur verið talið. 4.7.2005 00:01
Grundvallarmálin í Gleneagles Upptakturinn að leiðtogafundi sjö helstu iðnríkja heims og Rússlands hefur verið í lengra lagi og vakið nánast meiri athygli en sjálfur fundurinn. Á morgun koma leiðtogarnir loks saman í Gleneagles og taka ákvarðanir sem gætu haft veruleg áhrif á líf stórs hluta heimsbyggðarinnar. Málin í brennidepli eru aðstoð við fátækustu ríki og hlýnun jarðar. 4.7.2005 00:01
Sendiherra Egyptalands rænt í Írak Sendiherra Egyptalands í Írak var rænt í gærkvöldi. Fréttastofa Reuters hefur þetta eftir egypskum sendiráðsstarfsmanni en hann segir sendiherrann hafa verið að kaupa dagblað úti á götu þegar tvær BMW-bifreiðar, fullar af vopnuðum mönnum, hafi rennt upp að honum og numið hann á brott. 3.7.2005 00:01
19 námamenn látast í Kína Nítján námamenn létust þegar gassprenging varð í ólöglegri kolanámu í Shanxi í norðvesturhluta Kína. 34 menn höfðu lokast inni í sprengingu í gær, fjórum tókst að komast út og ellefu var bjargað, en þeir nítján sem eftir voru létu lífið í annarri sprengingu í morgun. 3.7.2005 00:01
Gonzales kom óvænt til Íraks Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Alberto Gonzales, kom í óvænta heimsókn til Íraks í morgun. Ráðherrann mun eiga fund við embættismenn írakska dómsmálaráðuneytisins og aðra ráðamenn í Bagdad að sögn talsmanns bandaríska sendiráðsins í borginni. Einnig mun hann að líkindum ræða við forsætisráðherra Íraks, Ibrahim al-Jaafari. 3.7.2005 00:01
Mikið neðansjávargos virðist hafið Mikið neðansjávargos virðist hafið skammt frá japönsku eyjunni Iwo Jima. Starfsmenn japönsku landhelgisgæslunnar sáu gufustrók rísa upp úr sjónum í gær og í könnunarflugi kom í ljós að hann náði kílómetra upp í loftið og vatnið virtist rauðleitt þar sem strókurinn kom upp. 3.7.2005 00:01
Sungið að nýju í dönskum skólum Leiðtogar danska Þjóðarflokksins ætla að senda fulltrúum sínum í sveitarstjórnum beiðni um að þeir beiti sér fyrir því að morgunsöngur verði tekinn upp að nýju í dönskum grunnskólum. 3.7.2005 00:01
Mannránið hefndaraðgerð? Talið er að ránið á sendiherra Egyptalands í Írak í gærkvöldi hafi verið hefndaraðgerð. Hann hafði aðeins verið nokkrar vikur í starfi. 3.7.2005 00:01
Ungmenni selja klámmyndir af sér Nokkur ungmenni í Noregi hafa verið staðin að því undanfarið að setja myndir af sér í kynferðislegum athöfnum á Netið, gegn greiðslu. Talsmaður barnaverndunarráðs þar í landi segir þetta ekki geta flokkast undir neitt annað en vændi. Margir unglinganna sem um ræðir eru undir lögaldri. 3.7.2005 00:01
Páfi vongóður um fund G8 Benedikt páfi segist vona að fundur leiðtoga G8-ríkjanna, stærstu iðnríkja heims, í næstu viku muni verða til þess að gripið verði til árangursríkra aðgerða til að sporna við fátækt og hungri í heiminum, sérstaklega í Afríku. Þetta kom fram í vikulegri predikun hans á St. Péturstorgi í dag. 3.7.2005 00:01
Þrjár sprengjur sprungu í Pristina Þrjár sprengjur sprungu í miðborg Pristina í Kosovo í nótt. Sprengjurnar sprungu nær samtímis við húsnæði Sameinuðu þjóðanna, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu og héraðsstjórnarinnar. 3.7.2005 00:01
Asíuljón drukknuðu Yfir sjö þúsund þorp hafa verið rýmd og 176 þúsund eru heimilislausir í Indlandi eftir flóð vegna monsúnvindsins í Suður-Asíu. Að minnsta kosti 131 dó í gær auk þess sem sem eitt asíuljón fannst dautt eftir að hafa drukknað, en einungis 358 slík ljón eru þá eftir í heiminum. 3.7.2005 00:01
Bandarískur njósnari slapp Bandarískum njósnara tókst að komast undan óvinum sínum í austurhluta Afganistan. Maðurinn er hluti sérsveitarhóps sem hefur verið týndur síðan á þriðjudaginn, samkvæmt fréttastofu CNN. 3.7.2005 00:01
Flugeldasýning í geimnum Bandaríska geimvísindastofnunin NASA stendur fyrir flugeldasýningu í geimnum í dag, þjóðhátíðardag Bandaríkjanna, ef allt gengur eftir. Mörgum finnst verkefnið minna meira á söguþráð í kvikmynd en alvöru rannsóknir en það snýst um að mannlaust skeyti á 431 milljón kílómetra hraða rekist á halastjörnu og brýtur á hana gat. 3.7.2005 00:01
Íranir vara Evrópubúa við áróðri Íran hefur varað Evrópubúa við því að falla í gildru Bandaríkjamanna og fordæma Ahmadinejad, nýkjörinn forseta landsins. Síðustu daga hafa birst fjölmargar fréttir sem tengja forsetann við gíslatökuna í Tehran árið 1979, þegar stúdentar tóku yfir sendiráð Bandaríkjanna og héldu gíslum í 444 daga. 3.7.2005 00:01