Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 16. ágúst 2025 21:32 Hann hefur aldrei formlega starfað fyrir flokkinn en þó hefur hann átt mikinn þátt í nýlegri velgengni hans. Vísir/Samsett Litið hefur dagsljósið bloggsíða samfélagsmiðlaráðgjafa Nigels Farage sem stofnaði og rak reikninga hans sem hafa aflað honum mikils fylgis. Hinn síðarnefndi er formaður Endurbótaflokksins. Á blogginu viðraði hann það meðal annars að Bretland hefði ekki átt að fara í stríð við Þýskaland nasismans og að Bretland ætti að endurheimta nýlenduveldi sitt. Jack Anderton er samfélagsmiðlaráðgjafi sem unnið hefur mikið með Farage og öðrum félögum í Endurbótaflokknum sem hefur farið með himinskautum í skoðanakönnunum upp á síðkastið.. Hann átti stóran þátt í að Luke Campbell hafi verið kjörinn borgarstjóri í Hull og Austur-Jórvíkurskíri. Hann hefur rekið TikTok-reikning Nigels Farage, formanns flokksins, lengi sem aflaði honum talsverðu fylgi. Hann var aldrei formlega ráðinn til starfa fyrir flokkinn en reikningur Farage er nú með 1,3 milljónir fylgjenda. Vill „sjálfselska utanríkisstefnu“ Blaðamenn Guardian rákust á bloggsíðu sem hann rekur og gengur undir nafninu Bretland þarf á breytingum að halda. Í einni færslunni færði hann rök fyrir því að Bretar ættu að taka upp „sjálfselska utanríkisstefnu“ og sagði einu átökin sem Bretland hefði haft hag úr að taka þátt í hefði verið stríðið á Falkland-eyjum. „Billjónum punda skattgreiðenda hefur verið sóað úti í heimi í þágu „lýðræðis,“ „mannréttinda“ og að „breyta rétt,“ segir í færslunni. „Yfir milljón Bretar hafa látið lífið frá því að fyrri heimsstyrjöldinni lauk í stríðum og orrustum sem aldrei nokkurn tímann börðust Bretar í á Bretlandi,“ skrifaði hann. Taldi upp mögulegar þjóðir sem hægt væri að nýlenduvæða á ný Hann hélt því fram að þátttaka Bretlands í báðum heimsstyrjöldum hefði gulltryggt það að Bretland missti stórveldisnafnbótina. „Við gerðum okkur fátækari í marga áratugi, við lukum ekki lánagreiðslunum okkar til Bandaríkjamanna þangað til 2006. Hagkerfið okkar staðnaði, við glötuðum heimsveldi og nú segja Bandaríkjamenn okkur fyrir verkum. Og Þýskaland, land sem við sigruðum, hefur verið ríkara en við síðan á áttunda áratugnum,“ sagði hann. „Hefði Bretland ekki barist í fyrri heimsstyrjöldinni og þeirri seinni, hefði það ekki þurft að stóla á fjárhagslegan stuðning Bandaríkjanna, og hefði þannig haft sjálfstæðið til að bregðast rétt við. Bretland hefði þróað Indland, Kýpur, Fídsjí, Möltu, Sankti Lúsíu, Seychelle-eyjar, Bahamaeyjar, Ástralíu, Kanada, Suður-Afríku, Írland og Nýja-Sjáland. Í því verðleikaræði sem koma skal gæti Bretland kannski endurheimt einhverja þessara þjóða,“ skrifaði hann svo. Bretland Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Jack Anderton er samfélagsmiðlaráðgjafi sem unnið hefur mikið með Farage og öðrum félögum í Endurbótaflokknum sem hefur farið með himinskautum í skoðanakönnunum upp á síðkastið.. Hann átti stóran þátt í að Luke Campbell hafi verið kjörinn borgarstjóri í Hull og Austur-Jórvíkurskíri. Hann hefur rekið TikTok-reikning Nigels Farage, formanns flokksins, lengi sem aflaði honum talsverðu fylgi. Hann var aldrei formlega ráðinn til starfa fyrir flokkinn en reikningur Farage er nú með 1,3 milljónir fylgjenda. Vill „sjálfselska utanríkisstefnu“ Blaðamenn Guardian rákust á bloggsíðu sem hann rekur og gengur undir nafninu Bretland þarf á breytingum að halda. Í einni færslunni færði hann rök fyrir því að Bretar ættu að taka upp „sjálfselska utanríkisstefnu“ og sagði einu átökin sem Bretland hefði haft hag úr að taka þátt í hefði verið stríðið á Falkland-eyjum. „Billjónum punda skattgreiðenda hefur verið sóað úti í heimi í þágu „lýðræðis,“ „mannréttinda“ og að „breyta rétt,“ segir í færslunni. „Yfir milljón Bretar hafa látið lífið frá því að fyrri heimsstyrjöldinni lauk í stríðum og orrustum sem aldrei nokkurn tímann börðust Bretar í á Bretlandi,“ skrifaði hann. Taldi upp mögulegar þjóðir sem hægt væri að nýlenduvæða á ný Hann hélt því fram að þátttaka Bretlands í báðum heimsstyrjöldum hefði gulltryggt það að Bretland missti stórveldisnafnbótina. „Við gerðum okkur fátækari í marga áratugi, við lukum ekki lánagreiðslunum okkar til Bandaríkjamanna þangað til 2006. Hagkerfið okkar staðnaði, við glötuðum heimsveldi og nú segja Bandaríkjamenn okkur fyrir verkum. Og Þýskaland, land sem við sigruðum, hefur verið ríkara en við síðan á áttunda áratugnum,“ sagði hann. „Hefði Bretland ekki barist í fyrri heimsstyrjöldinni og þeirri seinni, hefði það ekki þurft að stóla á fjárhagslegan stuðning Bandaríkjanna, og hefði þannig haft sjálfstæðið til að bregðast rétt við. Bretland hefði þróað Indland, Kýpur, Fídsjí, Möltu, Sankti Lúsíu, Seychelle-eyjar, Bahamaeyjar, Ástralíu, Kanada, Suður-Afríku, Írland og Nýja-Sjáland. Í því verðleikaræði sem koma skal gæti Bretland kannski endurheimt einhverja þessara þjóða,“ skrifaði hann svo.
Bretland Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira