Erlent

Mikið neðansjávargos virðist hafið

Mikið neðansjávargos virðist hafið skammt frá japönsku eyjunni Iwo Jima. Starfsmenn japönsku landhelgisgæslunnar sáu gufustrók rísa upp úr sjónum í gær og í könnunarflugi kom í ljós að hann náði kílómetra upp í loftið og vatnið virtist rauðleitt þar sem strókurinn kom upp. Þarna er neðansjávareldfjall sem heitir Fukutokuoak-no-ba og gaus síðast í þrjá daga árið 1986. Búið er að vara sjófarendur við og japanska verðurstofan fullyrðir að engin hætta sé á stórum flóðbylgjum af völdum gossins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×