Erlent

Páfi vongóður um fund G8

Benedikt páfi segist vona að fundur leiðtoga G8-ríkjanna, stærstu iðnríkja heims, í næstu viku muni verða til þess að gripið verði til árangursríkra aðgerða til að sporna við fátækt og hungri í heiminum, sérstaklega í Afríku. Þetta kom fram í vikulegri predikun hans á St. Péturstorgi í dag. Páfi sagði að oft væri horft fram hjá hinum miklu erfiðleikum sem Afríkuríkin eigi við að glíma. Hann sendi jafnframt skeyti til skoska kardínálans Keith Patrick O´Brien, en fundurinn í næstu viku fer fram í Edinborg, þar sem segir að það hafi verið ætlun Guðs að allt mannkyn hefði aðgang að því sem jörðin hefði upp á að bjóða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×