Erlent

Í mál við Abramovich

Boris Berezovsky, rússneski auðkýfingurinn sem komst í ónáð hjá Vladimir Pútín Rússlandsforseta og fékk pólitískt hæli í Bretlandi, hyggst stefna rússneska athafnamanninum Roman Abramovich, eiganda knattspyrnuliðsins Chelsea. Berezovsky segir að Abramovich hafi með klækjum fengið sig til að selja honum hluti sína í Sibneft-olíufyrirtækinu á mjög lágu verði og hagnast óheyrilega af þeim sökum. Málsóknin mun að líkindum fara fram í Bretlandi þar sem Berezovsky treystir ekki rússneskum dómstólum. Breska blaðið Independent bendir hins vegar á að Berezovsky fékk sjálfur rússnesk ríkisfyrirtæki á kostakjörum þegar þau voru einkavædd.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×