Erlent

Ástandið í Angóla

Niðurfelling skulda er eitt umræðuefnið á fundinum í Gleneagles. Eitt þeirra ríkja sem græða myndu á niðurfellingu skulda er Angóla. Í Lúanda búa fjórar milljónir, en borgin var bara byggð fyrir fjögur hundruð þúsund. Fátækt er almenn - fjórir af hverjum fimm lifa á rúmum hundrað krónum á dag, jafnvel minna. Og í dag bárust af því fréttir að lömunarveiki hefði fundist í landinu. Börnin eru helstu fórnarlömb ömurlegra aðstæðna: stór hluti þeirra býr á götunum sem minna helst á ruslahauga. Þar sofa þau og nærast. Eitt af fjórum nær ekki fjögurra ára aldri. Það er ekki skortur á auðlindum sem veldur þessu hörmungarástandi, heldur þriggja áratuga borgarastyrjöld. Í Angóla er að finna demanta, og innan skamms er gert ráð fyrir því að Angóla flytji út tvær milljónir olíutunna á dag. Tekjurnar munu þó ekki nýtast til að byggja upp handónýta innviði landsins, heldur fara þær í að greiða niður skuldir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×