Erlent

19 námamenn látast í Kína

Nítján námamenn létust þegar gassprenging varð í ólöglegri kolanámu í Shanxi í norðvesturhluta Kína. 34 menn höfðu lokast inni í sprengingu í gær, fjórum tókst að komast út og ellefu var bjargað, en þeir nítján sem eftir voru létu lífið í annarri sprengingu í morgun. Kolanámur í Kína eru þær hættulegustu í heimi en í fyrra létust sex þúsund námaverkamenn við störf.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×